Enski boltinn

Segir end­ur­komu Ron­aldo ekki gera Man Utd lík­legra til að vinna titla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hefur Carragher rétt fyrir sér eða mun Ronaldo skjóta Man United aftur upp á stjörnuhimininn?
Hefur Carragher rétt fyrir sér eða mun Ronaldo skjóta Man United aftur upp á stjörnuhimininn? EPA-EFE/PETER POWELL

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, telur ekki að endurkoma Cristiano Ronaldo á Old Trafford geri liðið líklegra til að vinna ensku úrvalsdeildina.

Ronaldo hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið en Carragher telur að hann skapi jafn mörg vandamál og hann leysi.

„Endurkoma Ronaldo gæti gert meira fyrir ensku úrvalsdeildina heldur en Manchester United. Ég reikna með að Ronaldo muni berjast við Harry Kane, Mohamed Salah og Romelu Lukaku um gullskóinn á þessari leiktíð.“

„Stóra spurningin er samt hvort United sé nærri því að vera lið sem geti unnið ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeild Evrópu með tilkomu Ronaldo. Miðað við fyrstu leikina, þó þeir hafi unnið þrjá af fyrstu fimm, þá myndi ég segja nei,“ ritaði Carragher í pistli á Daily Telegraph.

„Hæfileikar Ronaldo til þess að vinna leiki gera Man United að betra liði en hún gerir liðið ekki líklegra til að vinna titla. Hún hjálpar heldur ekki til við að breyta leikstíl liðsins sem er einkennalaus í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×