Þegar litlu málin verða stóru málin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 19. september 2021 13:00 Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun