Er fullreynt með fullveldið? Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. september 2021 13:30 Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun