Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 20:00 Ole Gunnar Solskjær var glaður í leikslok. Julian Finney/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira