Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 19. september 2021 21:00 Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar