Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. september 2021 08:30 Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar