Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 08:51 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mikla áhættu felast í því að reyna að smitast viljandi af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira