Innlent

Konurnar sem slösuðust á Tenerife á leið til landsins með sjúkraflugi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið átti sér stað sunnudaginn 12. september þegar fimm konur í vinkvennaferð voru úti að borða, að skoða matseðilinn.
Slysið átti sér stað sunnudaginn 12. september þegar fimm konur í vinkvennaferð voru úti að borða, að skoða matseðilinn. Getty

Tvær íslenskar konur á fimmtugsaldri sem slösuðust alvarlega þegar þær urðu fyrir krónu sem féll úr pálmatré á Tenerife þann 12. september eru á leið til landsins með sjúkraflugi. Þetta hefur fréttastofa eftir eiginmanni annarrar konunnar.

Konurnar hafa verið á gjörgæslu frá því þær gengust undir aðgerð skömmu eftir slysið. Þær fóru í flugið upp úr klukkan tólf að íslenskum tíma og eru væntanlegar til Íslands í kvöld eftir millilendingu á leiðinni. Þar verða þær lagðar inn á Landspítalann, á almenna deild að sögn eiginmannsins.

Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni.

Þrjár kvennanna sem slösuðust minna héldu heim til Íslands í síðustu viku. Eiginmenn alvarlegu slösuðu kvennanna eru svo væntanlegir til landsins með áætlunarflugi á morgun.

Fram hefur komið að þrír símar hurfu af vettvangi þegar slysið átti sér stað og bendir allt til þess að þeim hafi verið stolið. Eiginmaður konunnar segir símana ekki hafa komið í leitirnar.


Tengdar fréttir

Stórslasaðar á gjörgæslu en ekki í lífshættu

Eiginmaður konu sem slasaðist alvarlega þegar króna féll úr pálmatré á veitingastað á Tenerife á sunnudaginn segir eiginkonu sína og vinkonu hennar enn á gjörgæslu. Konurnar séu ekki í lífshættu en mikið slasaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×