Vísa hundruðum Haítíbúa úr landi þrátt fyrir ófremdarástand Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 15:54 Haítíbúar stíga úr flugvél Bandaríkjastjórnar sem flutti þá frá Texas tik Port au Prince í gær. Þúsundir þeirra reyndu að falast eftir hæli í Bandaríkjunum en var vísað frá. AP/Joseph Odelyn Bandaríkjastjórn flaug á fjórða hundrað Haítíbúum úr landi í gær og kom í veg fyrir að fjöldi annarra kæmist yfir landamærin frá Mexíkó. TIl stendur að senda enn fleiri Haítíbúa til síns heima þrátt fyrir hamfarir og pólitískan óstöðugleika þar. AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14