Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 15:56 Frá slysstað. Mynd/RNSA Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er. Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er.
Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira