Annað hugarfar á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 21. september 2021 07:30 Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun