Aldraðir eru líka fólk! Ágústa Anna Ómarsdóttir skrifar 21. september 2021 17:31 Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt. Þegar kemur að mannréttindum aldraðra eru það helst þessi réttindi sem á reynir: Til aðgengis og þátttöku Til framfærslu og félagsþjónustu Til persónufrelsis og friðhelgi einkalífs Til verndar fjölskyldulífs· Til heilbrigðis- og endurmenntunar Til atvinnu og tómstunda Til búsetu og eigin heimilis Og bann við ómannlegri og vanvirðandi meðferð.. Við skulum átta okkur á einu! Aldraðir eru ekki bara listi af fólki á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Áður en fólk verður aldrað hefur það að atvinnu af að vera bakarar, kjólameistarar, ræstitæknar, skrifstofufólk, bankastjórar, lögmenn, smiðir, listamenn, rithöfundar og svo framvegis. Sem sagt fólk með mismunandi þarfir og þrár sem sér hlutina á mismunandi hátt. Skemmtilegar og frjóar manneskjur. Allt of oft er talað um aldraða eins og fólk sem einhvern einsleitan hóp af fólki sem er geymdur á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Og því er nú verr og miður líka á sjúkrahúsum af því að það er langt frá því að það sé nægilegt rými fyrir það, þar sem hugsað er um það af nærgætni og hlýju, hvaða þjónustu það þarf og hvernig það má gera betur til að hlúa að þeim. Aldraðir eru manneskjur með þarfir og langanir, rétt eins og ég og þú! Það er löngu kominn tími til þess að fara að hugsa vel um þennan þjóðfélagshóp og hætta að tala um hann sem byrði! Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera einkavædd! Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera rekin með hagnað í huga! Við í Sósíalistaflokknum Ætlum að standa vörð um aldraða! Kjósum Sósíalista til þings laugardaginn 25.september og höfum áhrif! Kjósum XJ ❤ Höfundur vinnur við ummönnun aldraðs fólks og er á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt. Þegar kemur að mannréttindum aldraðra eru það helst þessi réttindi sem á reynir: Til aðgengis og þátttöku Til framfærslu og félagsþjónustu Til persónufrelsis og friðhelgi einkalífs Til verndar fjölskyldulífs· Til heilbrigðis- og endurmenntunar Til atvinnu og tómstunda Til búsetu og eigin heimilis Og bann við ómannlegri og vanvirðandi meðferð.. Við skulum átta okkur á einu! Aldraðir eru ekki bara listi af fólki á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Áður en fólk verður aldrað hefur það að atvinnu af að vera bakarar, kjólameistarar, ræstitæknar, skrifstofufólk, bankastjórar, lögmenn, smiðir, listamenn, rithöfundar og svo framvegis. Sem sagt fólk með mismunandi þarfir og þrár sem sér hlutina á mismunandi hátt. Skemmtilegar og frjóar manneskjur. Allt of oft er talað um aldraða eins og fólk sem einhvern einsleitan hóp af fólki sem er geymdur á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Og því er nú verr og miður líka á sjúkrahúsum af því að það er langt frá því að það sé nægilegt rými fyrir það, þar sem hugsað er um það af nærgætni og hlýju, hvaða þjónustu það þarf og hvernig það má gera betur til að hlúa að þeim. Aldraðir eru manneskjur með þarfir og langanir, rétt eins og ég og þú! Það er löngu kominn tími til þess að fara að hugsa vel um þennan þjóðfélagshóp og hætta að tala um hann sem byrði! Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera einkavædd! Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera rekin með hagnað í huga! Við í Sósíalistaflokknum Ætlum að standa vörð um aldraða! Kjósum Sósíalista til þings laugardaginn 25.september og höfum áhrif! Kjósum XJ ❤ Höfundur vinnur við ummönnun aldraðs fólks og er á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar