„Þetta var í raun púslið sem vantaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2021 21:30 Helga Lind er fjögurra barna móðir og stuðningsfulltrúi. Hún segir að þeir sem hafi áhuga á starfinu, ættu ekki að hugsa sig tvisvar um. Mission framleiðsla „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. Helga Lind er fjögurra barna móðir og starfar sem stuðningsfulltrúi í Klettaskóla ásamt því að vinna áfram með fram því sem pilates kennari. „Það eina sem ég vissi að ég vildi gera þegar ég var ung var að vera mamma. Það hefur verið mitt aðal hlutverk og það sem skiptir mig öllu máli. Það tókst og þetta er það sem ég er stoltust af í dag, móðurhlutverkið. Hún segir stuðningsfulltrúastarfið alveg einstakt. Oft gengur þó erfiðlega að manna þessi störf.“ Fræinu sáð snemma Helga Lind bjó í mörg ár erlendis þar sem fyrrverandi sambýlismenn hennar voru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Hún segir að það hafi verið hennar mesti skóli að búa erlendis. Helga Lind ræddi stuðningsfulltrúastarfið í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. „Mamma vann með fötluðum einstaklingum hérna áður fyrr,“ svarar Helga Lind aðspurð af hverju hún byrjaði að starfa í Klettaskóla, sem er sérskóli á Höfuðborgarsvæðinu. „Hún talaði alltaf um það hvað þetta hafi verið mikið gæfuspor fyrir hana að byrja að vinna með fötluðum einstaklingum og henni fannst það bara dásamlegt. Þá var einhverju fræi sáð. Svo þegar elsti strákurinn minn útskrifast úr menntaskóla þá byrjar hann að vinna í Klettaskóla.“ Þetta var málið Helga Lind segir að hún hafi strax séð mikinn mun á honum sem einstaklingi og manneskju. „Það var eins og það lifnaði meira yfir honum, það varð miklu bjartara yfir honum og ég fann fyrir meiri gleði,“ útskýrir Helga Lind. „Þá fann ég það enn meir að þetta er eitthvað sem ég varð að prófa.“ Þegar Helga Lind var að hefja nám í sálfræði ákvað hún að víkka sjóndeildarhringinn enn betur og byrjaði að vinna í Klettaskóla árið 2019. Þannig sló hún tvær flugur í einu höggi, prófaði nýjan vinkil og lét gamlan draum rætast. „Ég fann það mjög fljótt að þetta var málið. Þetta var í raun púslið sem vantaði,“ segir Helga Lind. „Það er enginn dagur eins og það er kannski það skemmtilega. Fjölbreytileikinn er gríðarlega mikill. Við erum með ótrúlega ólíka einstaklinga með mismunandi greiningar og fatlanir en allir svo frábærir, hver á sinn hátt.“ Gefur lífinu lit Helga Lind segir að stuðningsfulltrúastarfið hafi haft mjög mikil áhrif á hana. „Eftir að ég byrjaði að vinna í Klettaskóla þá fannst mér fuglasöngurinn fallegri og kaffið bragðaðist betur. Allir litlu hlutirnir og litlu stundirnar, vógu miklu meira en áður.“ Óþarfa stress og áhyggjur hættu að skipta máli. „Maður sér betur stóru myndina og hvað það er sem virkilega gefur lífinu lit.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Helga Lind Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Grunnskólar Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00 „Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04 „Fólk þakkar okkur fyrir að færa sér gleði inn í daginn“ Mæðginin Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson hafa í tvö ár birt vikuleg dansmyndbönd til þess að gleðja aðra og vekja í leiðinni athygli á Duchenne sjúkdómnum. 13. ágúst 2021 15:30 Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Helga Lind er fjögurra barna móðir og starfar sem stuðningsfulltrúi í Klettaskóla ásamt því að vinna áfram með fram því sem pilates kennari. „Það eina sem ég vissi að ég vildi gera þegar ég var ung var að vera mamma. Það hefur verið mitt aðal hlutverk og það sem skiptir mig öllu máli. Það tókst og þetta er það sem ég er stoltust af í dag, móðurhlutverkið. Hún segir stuðningsfulltrúastarfið alveg einstakt. Oft gengur þó erfiðlega að manna þessi störf.“ Fræinu sáð snemma Helga Lind bjó í mörg ár erlendis þar sem fyrrverandi sambýlismenn hennar voru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Hún segir að það hafi verið hennar mesti skóli að búa erlendis. Helga Lind ræddi stuðningsfulltrúastarfið í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. „Mamma vann með fötluðum einstaklingum hérna áður fyrr,“ svarar Helga Lind aðspurð af hverju hún byrjaði að starfa í Klettaskóla, sem er sérskóli á Höfuðborgarsvæðinu. „Hún talaði alltaf um það hvað þetta hafi verið mikið gæfuspor fyrir hana að byrja að vinna með fötluðum einstaklingum og henni fannst það bara dásamlegt. Þá var einhverju fræi sáð. Svo þegar elsti strákurinn minn útskrifast úr menntaskóla þá byrjar hann að vinna í Klettaskóla.“ Þetta var málið Helga Lind segir að hún hafi strax séð mikinn mun á honum sem einstaklingi og manneskju. „Það var eins og það lifnaði meira yfir honum, það varð miklu bjartara yfir honum og ég fann fyrir meiri gleði,“ útskýrir Helga Lind. „Þá fann ég það enn meir að þetta er eitthvað sem ég varð að prófa.“ Þegar Helga Lind var að hefja nám í sálfræði ákvað hún að víkka sjóndeildarhringinn enn betur og byrjaði að vinna í Klettaskóla árið 2019. Þannig sló hún tvær flugur í einu höggi, prófaði nýjan vinkil og lét gamlan draum rætast. „Ég fann það mjög fljótt að þetta var málið. Þetta var í raun púslið sem vantaði,“ segir Helga Lind. „Það er enginn dagur eins og það er kannski það skemmtilega. Fjölbreytileikinn er gríðarlega mikill. Við erum með ótrúlega ólíka einstaklinga með mismunandi greiningar og fatlanir en allir svo frábærir, hver á sinn hátt.“ Gefur lífinu lit Helga Lind segir að stuðningsfulltrúastarfið hafi haft mjög mikil áhrif á hana. „Eftir að ég byrjaði að vinna í Klettaskóla þá fannst mér fuglasöngurinn fallegri og kaffið bragðaðist betur. Allir litlu hlutirnir og litlu stundirnar, vógu miklu meira en áður.“ Óþarfa stress og áhyggjur hættu að skipta máli. „Maður sér betur stóru myndina og hvað það er sem virkilega gefur lífinu lit.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Helga Lind Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00 „Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04 „Fólk þakkar okkur fyrir að færa sér gleði inn í daginn“ Mæðginin Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson hafa í tvö ár birt vikuleg dansmyndbönd til þess að gleðja aðra og vekja í leiðinni athygli á Duchenne sjúkdómnum. 13. ágúst 2021 15:30 Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00
Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00
„Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04
„Fólk þakkar okkur fyrir að færa sér gleði inn í daginn“ Mæðginin Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson hafa í tvö ár birt vikuleg dansmyndbönd til þess að gleðja aðra og vekja í leiðinni athygli á Duchenne sjúkdómnum. 13. ágúst 2021 15:30
Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31