Trump stefnir frænku sinni og New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 09:07 Trump hefur um árabil gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál sín verði opinber. AP/LM Otero Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira