Þegar málþófið svæfði lýðræðið Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2021 09:30 Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun