Stígum skrefið til fulls Halldóra Hauksdóttir skrifar 22. september 2021 11:15 Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Fjölskyldumál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun