Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. september 2021 12:16 Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun