Umhugsunarverðar U beygjur Sigmar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 14:01 Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar