Totten­ham henti frá sér tveggja marka for­ystu en slapp fyrir horn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nuno Espirito Santo tók við Tottenham í sumar eftir að hafa áður stýrt Wolves.
Nuno Espirito Santo tók við Tottenham í sumar eftir að hafa áður stýrt Wolves. Getty/Chris Brunskill

Tottenham Hotspur er komið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Wolves. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og því þurfti vítaspyrnur til að útkljá viðureignina.

Gestirnir komust yfir strax á 14. mínútu með marki Tanguy Ndombele og innan við tíu mínútum síðar staðan orðin 2-0 eftir Harry Kane skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Leander Dendoncker minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan því 1-2 er flautað var til hálfleiks.

Daniel Podence jafnaði metin fyrir Wolves eftir tæplega klukkustund og staðan þar með orðin jöfn. Staðan var enn 2-2 flautað var til leiksloka og því þurftu menn að útkljá viðureignina á vítapunktinum.

Þar reyndust Tottenham sterkari aðilinn og eru því komnir áfram.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira