Ekki kjósa oddvita Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 24. september 2021 08:01 Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar