Garðyrkjuskólinn á Reykjum rústir einar Erna Valsdóttir skrifar 22. september 2021 21:31 Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Garðyrkja Ölfus Skóla - og menntamál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar