Enski boltinn

Þægi­legt hjá Arsenal | Búið að draga í sextán liða úrslit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Öllum sex leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins er nú lokið. Þá er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar, Arsenal verður þar ásamt Manchester City og fleiri liðum.

Arsenal vann 3-0 sigur á Wimbledon á Emirates-vellinum í Lundúnum. Alexandre Lacazette kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir aðeins 11 mínútna leik. Var það eina mark leiksins þangað til á 77. mínútu þegar Emile Smith-Rowe tvöfaldaði forystuna.

Eddie Nketiah gulltryggði svo sigurinn með marki þremur mínútum síðar, lokatölur 3-0.

Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Millwall sem tapaði 2-0 gegn Leicester City. Þá vann Brighton & Hove Albion 2-0 sigur á Swansea City.

Sextán liða úrslit deildarbikarsins

Preston North End vs Liverpool.

Queens Park Rangers - Sunderland

Burnley - Tottenham Hotspur

Leicester City - Brighton & Hove Albion

West Ham United - Manchester City

Stoke City - Brentford

Arsenal - Leeds United

Chelsea - Southampton


Tengdar fréttir

Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir á­fram

West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×