Innlent

Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Umræður á Alþingi.
Umræður á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins.

Samfylkingin kemur þar á eftir með 14,7 prósent og Píratar með um 13 prósent. Framsóknarflokkur fengi 12,2 prósent yrðu úrslit kosninganna á þennan veg og VG fengi 10,7 prósent. 

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því aðeins 43 prósent samkvæmt könnuninni. 

Viðreisn mælist svo með 9,3 prósent, Sósíalistar með 6,9 og Miðflokkurinn 6,6 prósent. Flokkur fólksins rekur lestina og mælist í þessari könnun með 5,2 prósent, sem er nokkuð lægra en í könnunum annarra miðla að undanförnu.

Frétt Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×