Innlent

Tekur við sem fram­kvæmda­stjóri SÍF

Atli Ísleifsson skrifar
Telma Eir Aðalsteinsdóttir.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir. SÍF

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og hefur hún þegar hafið störf.

Í tilkynningu segir að Telma starfi einnig sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að sinna stjórnarsetu.

„Telma er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði Telma meðal annars sem vörustjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, vörustjóri hjá Póstinum og verkefnastjóri hjá Já. Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son.

SÍF er hagsmunafélag allra nema á framhaldskólastigi og var stofnun þess liður í því að brúa bil milli bók- og iðnnáms enda eiga nemendafélög allra framhaldsskóla landsins aðild að SÍF. Hlutverk félagsins er að tryggja að ekki sé brotið á réttindum eða hagsmunum framhaldsskólanema. 

SÍF er aðili að OBESSU, regnhlífasamtökum hagsmunafélaga námsmanna í Evrópu, en aðildin veitir framhaldsskólanemum tækifæri á að efla tengslanet sitt, miðla reynslu og læra af öðrum í sambærilegri stöðu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×