Tvöfalt fleiri milljónir fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 10:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í leiknum við Holland í undankeppni HM á þriðjudagskvöld. Þær eru á leið á EM í Englandi næsta sumar. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun njóta góðs af því að ákveðið hefur verið að tvöfalt hærra verðlaunafé verði í boði á EM í Englandi næsta sumar en á EM í Hollandi árið 2017. Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira