Íslenski boltinn

Ætlar að hætta sem for­maður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgrímur Helgi Einarsson er formaður Knattspyrnudeildar Fram.
Ásgrímur Helgi Einarsson er formaður Knattspyrnudeildar Fram. vísir/sigurjón

Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum.

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ á aukaþinginu sem haldið verður 2. október næstkomandi.

„Ég vill leggja mitt af mörkum til þess að endurvekja traust og trú á sambandinu ásamt því að vinna að þeim fjölmörgu áríðandi málum sem framundan eru,“ skrifaði Ásgrímur Helgi meðal annars í yfirlýsingu sinni.

Hann hefur jafnframt tekið þá ákvörðun að hann muni hætta sem formaður verði hann kosinn í stjórn Knattspyrnusambands Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsingu Ásgríms Helga Einarssonar sem hann birti á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×