Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 14:11 Bandarískir landamæraverðir á hestbaki reyna að fanga farandfólk sem kemur yfir Río Grande-fljót á landamærum Bandaríkjanna og Texas á sunnudag. AP/Felix Marquez Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“