Aftökur og aflimanir hefjast á ný Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2021 08:49 Nooruddin Turabi var alræmdur í fyrir hörku í fyrri stjórnartíð talíbana. AP/Felipe Dana Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. Í viðtali við Associated Press gaf Turabi lítið fyrir gagnrýni á grimmilegar refsingar talíbana, meðal annars opinberar aftökur, og varaði erlend ríki við því að skipta sér af innanríkismálum Afganistan. „Allir gagnrýndu okkur fyrir refsingarnar á íþróttavöllunum en við höfum aldrei gagnrýnt lög og viðurlög annarra,“ sagði hann. „Enginn segir okkur hvernig okkar lög eigi að vera. Við fylgjum íslam og munum byggja okkar lög á Kóraninum.“ Turabi var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn talíbana og yfir ráðuneyti velsæmismála. Þá sóttu oft hundruð manna opinberar aftökur, þar sem dauðarefsingin var framkvæmd með byssuskoti í höfuðið. Oft voru það skyldmenni fórnarlambsins sem tóku í gikkinn. Ræningjar misstu ýmist hönd eða fót. Að sögn Turabi munu dómarar ákveða refsingu brotamanna og vill hann meina að konur verði þeirra á meðal. Sagði hann „öryggismál“ að aflima seka, þar sem það væri víti til varnaðar fyrir aðra. Turabi var einn af alræmdari leiðtogum talíbana þegar þeir voru áður við völd en eitt fyrsta verk hans í embætti var að öskra á blaðakonu og skipa henni að yfirgefa herbergi þar sem hún var eina konan. Þá sló hann mann í andlitið sem mótmælti. Hann var einnig mjög strangur þegar kom að útliti og skipaði öllum embættismönnum að bera vefjarhött og safna skeggi. Þeir sem voru stuttskeggjaðir voru lamdir af fylgismönnum hans. Guardian fjallar um málið. Afganistan Dauðarefsingar Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Í viðtali við Associated Press gaf Turabi lítið fyrir gagnrýni á grimmilegar refsingar talíbana, meðal annars opinberar aftökur, og varaði erlend ríki við því að skipta sér af innanríkismálum Afganistan. „Allir gagnrýndu okkur fyrir refsingarnar á íþróttavöllunum en við höfum aldrei gagnrýnt lög og viðurlög annarra,“ sagði hann. „Enginn segir okkur hvernig okkar lög eigi að vera. Við fylgjum íslam og munum byggja okkar lög á Kóraninum.“ Turabi var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn talíbana og yfir ráðuneyti velsæmismála. Þá sóttu oft hundruð manna opinberar aftökur, þar sem dauðarefsingin var framkvæmd með byssuskoti í höfuðið. Oft voru það skyldmenni fórnarlambsins sem tóku í gikkinn. Ræningjar misstu ýmist hönd eða fót. Að sögn Turabi munu dómarar ákveða refsingu brotamanna og vill hann meina að konur verði þeirra á meðal. Sagði hann „öryggismál“ að aflima seka, þar sem það væri víti til varnaðar fyrir aðra. Turabi var einn af alræmdari leiðtogum talíbana þegar þeir voru áður við völd en eitt fyrsta verk hans í embætti var að öskra á blaðakonu og skipa henni að yfirgefa herbergi þar sem hún var eina konan. Þá sló hann mann í andlitið sem mótmælti. Hann var einnig mjög strangur þegar kom að útliti og skipaði öllum embættismönnum að bera vefjarhött og safna skeggi. Þeir sem voru stuttskeggjaðir voru lamdir af fylgismönnum hans. Guardian fjallar um málið.
Afganistan Dauðarefsingar Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira