Aftökur og aflimanir hefjast á ný Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2021 08:49 Nooruddin Turabi var alræmdur í fyrir hörku í fyrri stjórnartíð talíbana. AP/Felipe Dana Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. Í viðtali við Associated Press gaf Turabi lítið fyrir gagnrýni á grimmilegar refsingar talíbana, meðal annars opinberar aftökur, og varaði erlend ríki við því að skipta sér af innanríkismálum Afganistan. „Allir gagnrýndu okkur fyrir refsingarnar á íþróttavöllunum en við höfum aldrei gagnrýnt lög og viðurlög annarra,“ sagði hann. „Enginn segir okkur hvernig okkar lög eigi að vera. Við fylgjum íslam og munum byggja okkar lög á Kóraninum.“ Turabi var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn talíbana og yfir ráðuneyti velsæmismála. Þá sóttu oft hundruð manna opinberar aftökur, þar sem dauðarefsingin var framkvæmd með byssuskoti í höfuðið. Oft voru það skyldmenni fórnarlambsins sem tóku í gikkinn. Ræningjar misstu ýmist hönd eða fót. Að sögn Turabi munu dómarar ákveða refsingu brotamanna og vill hann meina að konur verði þeirra á meðal. Sagði hann „öryggismál“ að aflima seka, þar sem það væri víti til varnaðar fyrir aðra. Turabi var einn af alræmdari leiðtogum talíbana þegar þeir voru áður við völd en eitt fyrsta verk hans í embætti var að öskra á blaðakonu og skipa henni að yfirgefa herbergi þar sem hún var eina konan. Þá sló hann mann í andlitið sem mótmælti. Hann var einnig mjög strangur þegar kom að útliti og skipaði öllum embættismönnum að bera vefjarhött og safna skeggi. Þeir sem voru stuttskeggjaðir voru lamdir af fylgismönnum hans. Guardian fjallar um málið. Afganistan Dauðarefsingar Mannréttindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Í viðtali við Associated Press gaf Turabi lítið fyrir gagnrýni á grimmilegar refsingar talíbana, meðal annars opinberar aftökur, og varaði erlend ríki við því að skipta sér af innanríkismálum Afganistan. „Allir gagnrýndu okkur fyrir refsingarnar á íþróttavöllunum en við höfum aldrei gagnrýnt lög og viðurlög annarra,“ sagði hann. „Enginn segir okkur hvernig okkar lög eigi að vera. Við fylgjum íslam og munum byggja okkar lög á Kóraninum.“ Turabi var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn talíbana og yfir ráðuneyti velsæmismála. Þá sóttu oft hundruð manna opinberar aftökur, þar sem dauðarefsingin var framkvæmd með byssuskoti í höfuðið. Oft voru það skyldmenni fórnarlambsins sem tóku í gikkinn. Ræningjar misstu ýmist hönd eða fót. Að sögn Turabi munu dómarar ákveða refsingu brotamanna og vill hann meina að konur verði þeirra á meðal. Sagði hann „öryggismál“ að aflima seka, þar sem það væri víti til varnaðar fyrir aðra. Turabi var einn af alræmdari leiðtogum talíbana þegar þeir voru áður við völd en eitt fyrsta verk hans í embætti var að öskra á blaðakonu og skipa henni að yfirgefa herbergi þar sem hún var eina konan. Þá sló hann mann í andlitið sem mótmælti. Hann var einnig mjög strangur þegar kom að útliti og skipaði öllum embættismönnum að bera vefjarhött og safna skeggi. Þeir sem voru stuttskeggjaðir voru lamdir af fylgismönnum hans. Guardian fjallar um málið.
Afganistan Dauðarefsingar Mannréttindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira