Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Atli Freyr Arason skrifar 25. september 2021 18:31 ÍA vann ótrúlegan sigur í dag og heldur sæti sínu í Pepsi Max deild karla. Vísir/Bára Dröfn Skagamenn náðu á ótrúlegan hátt að bjarga sér frá falli í háspennu leik við heimamenn í Keflavík í dag. Lokatölur voru 2-3 eftir að Keflavík leiddi 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Bæði lið náðu að halda sæti sínu í deildinni, eftir að HK tapaði fyrir Breiðablik á sama tíma. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að ekkert yrði gefið eftir í þessum leik. Bæði lið sýndu mikinn baráttu vilja og nokkuð var um brot og stimpingar á upphafs mínútunum. Skagamenn fengu nóg af hornspyrnum á upphafsmínútunum og í raun allan leikinn en það voru heimamenn sem áttu hættulega marktækifærið þegar Davíð Snær á skot á 11 mínútu sem á smá viðkomu í varnarmanni Skagamanna og þaðan fer hann í þverslánna á marki ÍA. Örfáum mínútum síðar er dæmd vítaspyrna á Keflvíkinga. Sindri Þór, leikmaður Keflavíkur og Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, virðast þá lenda í einhverjum misskilning sín á milli um hver eigi að taka boltann og Ísak Snær kemst á milli þeirra og Sindri Þór endar á að brjóta á Ísaki innan teigs. Vilhjálmur Alvar bendir þá á punktinn og vítaspyrna dæmd. Umdeildur dómur segja einhverjir en Steinar Þorsteinsson steig þó á punktinn á 14. mínútu. Á móti vindi þrumar Steinar boltanum yfir mark Keflavíkur við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni. Bæði lið fengu heilan helling af marktækifærum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess þó að skora. Það gerði Ástbjörn Þórðarson þó á annari mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks með rosalegri neglu á horni vítateigs Skagamanna. Boltinn flýgur upp í samskeytin fjær og útlitið slæmt fyrir ÍA því örfáum sekúndum seinna er flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur hélt nokkrum vegin áfram frá því sem var horfið. Bæði lið fengu færi til að skora án þess að nýta þau almennilega. Á 63. mínútu á Marley Blair sprett á vinstri kantinum, virðist ætla að setja boltann fyrir mark Skagamanna en boltinn fer í Óttar Bjarna og þaðan í netið. Á þessum tímapunkti virtist algjörlega ekkert vera að ganga upp fyrir ÍA og liðið rakleitt á niður í næst efstu deild. Það var þó ekki svo. ÍA sendi þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og með góðum stuðningi frá sínum mönnum í stúkunni náði ÍA að snúa taflinu við á ótrúlegan hátt. Á 68. mínútu er Aron Kristófer Lárusson, leikmaður ÍA, með langt innkast inn á vítateig Keflavíkur. Boltinn er í dágóða stund að spýtast á milli leikmanna inn í teig áður en hann lekur út úr vítateig Keflavíkur í lappir Alexander Davey sem tekur skotið í fyrsta. Skot Alexanders á viðkomu í a.m.k. einum leikmanni Keflavíkur á leið sinni að marki og endar í netinu framhjá Sindra í markinu. Þar með var endurkoma Skagamanna hafinn því einungis þremur mínútum síðar ná þeir að jafna leikinn en þar var að verki Guðmundur Tyrfingsson sem hafði nýkomið inn á sem varamaður. Guðmundur skallar þá boltann í netið á fjærstöng eftir sendingu frá Aroni á vinstri kanti. Á 75. mínútu var endurkoma ÍA fullkomnuð með þriðja markinu. Aftur er það Aron sem á þátt í markinu en hann tekur hornspyrnu sem Keflvíkingar ná ekki að hreinsa út úr teignum. Fer svo að lokum að boltinn dettur fyrir Sindra Snæ Magnússon, leikmann ÍA, sem nær einhvern veginn að tækla boltann yfir línuna. Staðan var því orðinn 2-3 fyrir ÍA en Skagamenn náðu á einhvern ótrúlegan hátt að skora þrjú mörk á 7 mínútum. Leikmenn hafa sennilega verið meðvitaðir um hvernig staðan var í Kópavogi því Keflvíkingar voru ekki beint að fjölmenna í sóknina og á sama tíma fjölgaði Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, í vörninni hjá sínu liði með nokkrum skiptingum. Það eina markverða sem skeði það sem eftir lifði leik var færi Eyþórs Wöhler, leikmanns ÍA, sem kemst einn í gegn á 93. mínútu en Sindri Kristinn ver vel frá honum. Fór svo að lokum að ÍA sigraði leikinn 2-3 og munu því leika áfram í efstu deildinni á næsta tímabili. Jói Kalli: „Stuðningsmennirnir eiga það skilið að fá að fagna þessu“ Jóhannes Karl var eðlilega sáttur eftir að Skagamenn tryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gat ekki leynt gleðinni í leikslok, eftir að Skagamenn tryggðu áframhaldandi veru sína í efstu deild. „Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við höfðum trúa á því að við gætum tryggt sæti okkar í deildinni í dag og unnið þennan leik því það var það sem myndi duga okkur og við vissum það allan tímann. Við gerðum þetta kannski full spennandi með því að lenda 2-0 undir og vinna þetta 2-3 á endanum. Eina sem ég get virkilega sagt að ég er fáránlega stoltur af þessum leikmannahóp öllum og stuðningnum sem við fengum í Fylkisleiknum og stuðningnum sem við fengum í dag. Það er öllum þessum hóp að þakka, leikmönnunum og stuðningsmönnunum öllum, ungum sem öldnum Skagamönnum sem komu og studdu okkur. Meira að segja þegar staðan var 2-0 þá fengum við stuðning allan tímann. Það er það sem tryggði sætið okkur í efstu deild, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Jói Kalli í viðtali eftir leik. Leikurinn var mikill tilfinninga rússíbani fyrir alla Skagamenn. Á einum tímapunkti leit allt út fyrir að liðið myndi falla en allt í einu reif liðið sig í gang og skoraði þrjú mörk á 7 mínútum. Aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá Jóa var þegar hann sá boltann fara yfir í þriðja marki ÍA, svaraði Jói, „hún var mjög góð. Ég fór reyndar strax að líta á klukkuna til að sjá hvað það væri mikið eftir, en tilfinningin var geggjuð. Líka bara hvernig við vorum að skora þessi mörk, við spiluðum flottan fótbolta í fyrri hálfleik en við spiluðum ekki nógu góðan fótbolta í síðari hálfleik en samt skorum við þrjú mörk. Það gera leikmenn með karakter.“ „Við höfum gæðin, það er ekki nokkur spurning. Í fyrri hálfleik á móti Keflavík, á þeirra heimavelli, þá gátum við spilað okkur alveg út frá okkar marki og upp í færi alveg hinu megin sem ég er mjög ánægður með en karakterinn, vinnusemin, viljinn, hjartað og trúin í bæði leikmönnum og fólkinu í stúkunni er það sem stendur upp úr.“ Næsti leikur Skagamanna er aftur gegn Keflavík, en þá í undanúrslitum bikarsins. Jói tekur lærdóm af þessum leik en ætlar samt að fá að fagna fyrst áður en hann fer að leikgreina leikinn. „Það er betra að leyfa þeim ekki að komast í 2-0 forystu ef þú ætlar að vinna leikinn. Ég ætla að draga þann lærdóm af þessu öllu,“ sagði Jói Kalli kíminn áður en hann bætti við, „nei nei, við ætlum að fagna þessu fyrst. Strákarnir eiga það skilið, félagið á það, stuðningsmennirnir eiga það skilið að fá að fagna þessu en svo förum við að setja fókus á það eftir einn til tvo daga að fara að undirbúa undanúrslitaleikinn í bikar því við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jói Kalli kampakátur. Siggi Raggi: „Blendnar tilfinningar“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflvíkinga, var svekktur með tap sinna manna, en á sama tíma ánægður með að liðið haldi sæti sínu í Pepsi Max deildinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var svekktur með tapið en á sama tíma ánægður að halda sæti sínu í efstu deild. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Við erum náttúrulega hrikalega ánægðir að ná að halda okkur uppi í deildinni og það var langt upp með það fyrir mót, þannig því markmiði var náð. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn og við getum verið stoltir af því og ánægðir með það en við áttum að vinna í dag fannst mér. Við hefðum átt að gera betur í seinni hálfleik þar sem við vorum 2-0 yfir og algjör óþarfi að hleypa ÍA inn í leikinn. Það var ódýrt mark sem þeir fá og það gefur þeim von. Eftir það þá lágu þeir á okkur með vindinn í bakið og það var erfitt fyrir okkur að verjast því en við ætlum að gera betur á móti þeim í undanúrslitum bikarsins,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik. Keflavík virtist vera að sigla sigrinum örugglega heim þegar Marley Blair kemur liðinu í tveggja marka forystu þegar rúmar 20 mínútur eru eftir af leiknum en svo hrynur leikur Keflavíkur og Skagamenn ganga á lagið og skora þessi 3 mörk til að tryggja þeim sigurinn. „Ég held að menn hafi bara ætlað að reyna að halda fengnum hlut og við spiluðum á móti vind í seinni hálfleik sem hafði töluverð áhrif. Þeir lágu mikið á okkur með löngum innköstum ásamt því að fá mikið af hornspyrnum. Hættan er þegar þú ert 2-0 yfir að þú haldir að þetta sé bara komið en Skagamenn voru bara mjög ákveðnir og börðust vel fyrir sínu og við óskum þeim bara til hamingju með því að hafa náð að landa sigri og halda sér uppi.“ Á svipuðum tíma og Skagamenn skora sitt fyrsta mark voru Blikar komnir yfir í Kópavoginum í leik sínum gegn HK, sem þýddi að Keflavík var öruggt með sæti sitt í deildinni, þrátt fyrir tap. „Nei við sögðum það ekki við neina leikmenn inn á vellinum [að Blikar væru að vinna HK]. Þeir vissu ekkert hvað staðan var þar fyrr en leikurinn var búinn. Það hafði enginn áhrif á það sem var í gangi,“ svaraði Siggi Raggi, aðspurður út í það hvort gengi mála í Kópavogi hafði einhver áhrif á hrun Keflavíkur í dag. Einhverjar sögusagnir hafa verið á flakki um að Siggi Raggi muni einn taka við Keflavíkur liðinu á næsta tímabili. Siggi segir að ekkert hafi verið rætt en umræða um framhaldið verði tekið eftir tímabilið. „Við eigum eftir að setjast niður og gerum það eftir tímabilið. Næst er það bikarinn sem að skiptir öllu máli, það er undanúrslita leikur þar sem við mætum Skagamönnum upp á Skaga. Það verður hörku leikur. Við ætlum bara að klára tímabilið og það væri stórkostlegur árangur að koma Keflavík í bikarúrslit. Það er það sem við stefnum á og svo skoðum við framhaldið þegar þetta er búið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Keflavík ÍF
Skagamenn náðu á ótrúlegan hátt að bjarga sér frá falli í háspennu leik við heimamenn í Keflavík í dag. Lokatölur voru 2-3 eftir að Keflavík leiddi 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Bæði lið náðu að halda sæti sínu í deildinni, eftir að HK tapaði fyrir Breiðablik á sama tíma. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að ekkert yrði gefið eftir í þessum leik. Bæði lið sýndu mikinn baráttu vilja og nokkuð var um brot og stimpingar á upphafs mínútunum. Skagamenn fengu nóg af hornspyrnum á upphafsmínútunum og í raun allan leikinn en það voru heimamenn sem áttu hættulega marktækifærið þegar Davíð Snær á skot á 11 mínútu sem á smá viðkomu í varnarmanni Skagamanna og þaðan fer hann í þverslánna á marki ÍA. Örfáum mínútum síðar er dæmd vítaspyrna á Keflvíkinga. Sindri Þór, leikmaður Keflavíkur og Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, virðast þá lenda í einhverjum misskilning sín á milli um hver eigi að taka boltann og Ísak Snær kemst á milli þeirra og Sindri Þór endar á að brjóta á Ísaki innan teigs. Vilhjálmur Alvar bendir þá á punktinn og vítaspyrna dæmd. Umdeildur dómur segja einhverjir en Steinar Þorsteinsson steig þó á punktinn á 14. mínútu. Á móti vindi þrumar Steinar boltanum yfir mark Keflavíkur við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni. Bæði lið fengu heilan helling af marktækifærum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess þó að skora. Það gerði Ástbjörn Þórðarson þó á annari mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks með rosalegri neglu á horni vítateigs Skagamanna. Boltinn flýgur upp í samskeytin fjær og útlitið slæmt fyrir ÍA því örfáum sekúndum seinna er flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur hélt nokkrum vegin áfram frá því sem var horfið. Bæði lið fengu færi til að skora án þess að nýta þau almennilega. Á 63. mínútu á Marley Blair sprett á vinstri kantinum, virðist ætla að setja boltann fyrir mark Skagamanna en boltinn fer í Óttar Bjarna og þaðan í netið. Á þessum tímapunkti virtist algjörlega ekkert vera að ganga upp fyrir ÍA og liðið rakleitt á niður í næst efstu deild. Það var þó ekki svo. ÍA sendi þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og með góðum stuðningi frá sínum mönnum í stúkunni náði ÍA að snúa taflinu við á ótrúlegan hátt. Á 68. mínútu er Aron Kristófer Lárusson, leikmaður ÍA, með langt innkast inn á vítateig Keflavíkur. Boltinn er í dágóða stund að spýtast á milli leikmanna inn í teig áður en hann lekur út úr vítateig Keflavíkur í lappir Alexander Davey sem tekur skotið í fyrsta. Skot Alexanders á viðkomu í a.m.k. einum leikmanni Keflavíkur á leið sinni að marki og endar í netinu framhjá Sindra í markinu. Þar með var endurkoma Skagamanna hafinn því einungis þremur mínútum síðar ná þeir að jafna leikinn en þar var að verki Guðmundur Tyrfingsson sem hafði nýkomið inn á sem varamaður. Guðmundur skallar þá boltann í netið á fjærstöng eftir sendingu frá Aroni á vinstri kanti. Á 75. mínútu var endurkoma ÍA fullkomnuð með þriðja markinu. Aftur er það Aron sem á þátt í markinu en hann tekur hornspyrnu sem Keflvíkingar ná ekki að hreinsa út úr teignum. Fer svo að lokum að boltinn dettur fyrir Sindra Snæ Magnússon, leikmann ÍA, sem nær einhvern veginn að tækla boltann yfir línuna. Staðan var því orðinn 2-3 fyrir ÍA en Skagamenn náðu á einhvern ótrúlegan hátt að skora þrjú mörk á 7 mínútum. Leikmenn hafa sennilega verið meðvitaðir um hvernig staðan var í Kópavogi því Keflvíkingar voru ekki beint að fjölmenna í sóknina og á sama tíma fjölgaði Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, í vörninni hjá sínu liði með nokkrum skiptingum. Það eina markverða sem skeði það sem eftir lifði leik var færi Eyþórs Wöhler, leikmanns ÍA, sem kemst einn í gegn á 93. mínútu en Sindri Kristinn ver vel frá honum. Fór svo að lokum að ÍA sigraði leikinn 2-3 og munu því leika áfram í efstu deildinni á næsta tímabili. Jói Kalli: „Stuðningsmennirnir eiga það skilið að fá að fagna þessu“ Jóhannes Karl var eðlilega sáttur eftir að Skagamenn tryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gat ekki leynt gleðinni í leikslok, eftir að Skagamenn tryggðu áframhaldandi veru sína í efstu deild. „Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við höfðum trúa á því að við gætum tryggt sæti okkar í deildinni í dag og unnið þennan leik því það var það sem myndi duga okkur og við vissum það allan tímann. Við gerðum þetta kannski full spennandi með því að lenda 2-0 undir og vinna þetta 2-3 á endanum. Eina sem ég get virkilega sagt að ég er fáránlega stoltur af þessum leikmannahóp öllum og stuðningnum sem við fengum í Fylkisleiknum og stuðningnum sem við fengum í dag. Það er öllum þessum hóp að þakka, leikmönnunum og stuðningsmönnunum öllum, ungum sem öldnum Skagamönnum sem komu og studdu okkur. Meira að segja þegar staðan var 2-0 þá fengum við stuðning allan tímann. Það er það sem tryggði sætið okkur í efstu deild, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Jói Kalli í viðtali eftir leik. Leikurinn var mikill tilfinninga rússíbani fyrir alla Skagamenn. Á einum tímapunkti leit allt út fyrir að liðið myndi falla en allt í einu reif liðið sig í gang og skoraði þrjú mörk á 7 mínútum. Aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá Jóa var þegar hann sá boltann fara yfir í þriðja marki ÍA, svaraði Jói, „hún var mjög góð. Ég fór reyndar strax að líta á klukkuna til að sjá hvað það væri mikið eftir, en tilfinningin var geggjuð. Líka bara hvernig við vorum að skora þessi mörk, við spiluðum flottan fótbolta í fyrri hálfleik en við spiluðum ekki nógu góðan fótbolta í síðari hálfleik en samt skorum við þrjú mörk. Það gera leikmenn með karakter.“ „Við höfum gæðin, það er ekki nokkur spurning. Í fyrri hálfleik á móti Keflavík, á þeirra heimavelli, þá gátum við spilað okkur alveg út frá okkar marki og upp í færi alveg hinu megin sem ég er mjög ánægður með en karakterinn, vinnusemin, viljinn, hjartað og trúin í bæði leikmönnum og fólkinu í stúkunni er það sem stendur upp úr.“ Næsti leikur Skagamanna er aftur gegn Keflavík, en þá í undanúrslitum bikarsins. Jói tekur lærdóm af þessum leik en ætlar samt að fá að fagna fyrst áður en hann fer að leikgreina leikinn. „Það er betra að leyfa þeim ekki að komast í 2-0 forystu ef þú ætlar að vinna leikinn. Ég ætla að draga þann lærdóm af þessu öllu,“ sagði Jói Kalli kíminn áður en hann bætti við, „nei nei, við ætlum að fagna þessu fyrst. Strákarnir eiga það skilið, félagið á það, stuðningsmennirnir eiga það skilið að fá að fagna þessu en svo förum við að setja fókus á það eftir einn til tvo daga að fara að undirbúa undanúrslitaleikinn í bikar því við ætlum okkur í bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jói Kalli kampakátur. Siggi Raggi: „Blendnar tilfinningar“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflvíkinga, var svekktur með tap sinna manna, en á sama tíma ánægður með að liðið haldi sæti sínu í Pepsi Max deildinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var svekktur með tapið en á sama tíma ánægður að halda sæti sínu í efstu deild. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Við erum náttúrulega hrikalega ánægðir að ná að halda okkur uppi í deildinni og það var langt upp með það fyrir mót, þannig því markmiði var náð. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn og við getum verið stoltir af því og ánægðir með það en við áttum að vinna í dag fannst mér. Við hefðum átt að gera betur í seinni hálfleik þar sem við vorum 2-0 yfir og algjör óþarfi að hleypa ÍA inn í leikinn. Það var ódýrt mark sem þeir fá og það gefur þeim von. Eftir það þá lágu þeir á okkur með vindinn í bakið og það var erfitt fyrir okkur að verjast því en við ætlum að gera betur á móti þeim í undanúrslitum bikarsins,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik. Keflavík virtist vera að sigla sigrinum örugglega heim þegar Marley Blair kemur liðinu í tveggja marka forystu þegar rúmar 20 mínútur eru eftir af leiknum en svo hrynur leikur Keflavíkur og Skagamenn ganga á lagið og skora þessi 3 mörk til að tryggja þeim sigurinn. „Ég held að menn hafi bara ætlað að reyna að halda fengnum hlut og við spiluðum á móti vind í seinni hálfleik sem hafði töluverð áhrif. Þeir lágu mikið á okkur með löngum innköstum ásamt því að fá mikið af hornspyrnum. Hættan er þegar þú ert 2-0 yfir að þú haldir að þetta sé bara komið en Skagamenn voru bara mjög ákveðnir og börðust vel fyrir sínu og við óskum þeim bara til hamingju með því að hafa náð að landa sigri og halda sér uppi.“ Á svipuðum tíma og Skagamenn skora sitt fyrsta mark voru Blikar komnir yfir í Kópavoginum í leik sínum gegn HK, sem þýddi að Keflavík var öruggt með sæti sitt í deildinni, þrátt fyrir tap. „Nei við sögðum það ekki við neina leikmenn inn á vellinum [að Blikar væru að vinna HK]. Þeir vissu ekkert hvað staðan var þar fyrr en leikurinn var búinn. Það hafði enginn áhrif á það sem var í gangi,“ svaraði Siggi Raggi, aðspurður út í það hvort gengi mála í Kópavogi hafði einhver áhrif á hrun Keflavíkur í dag. Einhverjar sögusagnir hafa verið á flakki um að Siggi Raggi muni einn taka við Keflavíkur liðinu á næsta tímabili. Siggi segir að ekkert hafi verið rætt en umræða um framhaldið verði tekið eftir tímabilið. „Við eigum eftir að setjast niður og gerum það eftir tímabilið. Næst er það bikarinn sem að skiptir öllu máli, það er undanúrslita leikur þar sem við mætum Skagamönnum upp á Skaga. Það verður hörku leikur. Við ætlum bara að klára tímabilið og það væri stórkostlegur árangur að koma Keflavík í bikarúrslit. Það er það sem við stefnum á og svo skoðum við framhaldið þegar þetta er búið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti