Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-32 | Haukar og Fram skildu jöfn í mögnuðum leik Dagur Lárusson skrifar 25. september 2021 19:00 Ragnheiður Júlíusdóttir og stöllur hennar í Fram gerðu jafntefli við Hauka í Olís deild kvenna í dag. VÍSIR/BÁRA Fram og Haukar skildu jöfn 32-32 í hreint út sagt mögnuðum leik í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Það voru stelpurnar í Fram sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og réðu ferðinni meira og minna. Alveg frá fyrsta marki fyrri hálfleiksins var Fram með forystuna en leikurinn byrjaði á því að Fram skoraði fyrstu tvö mörkin. Í gegnum fyrri hálfleikinn var Fram yfirleitt með þriggja til fjögurra marka forystu fyrir utan nokkra mínútna kafla þegar skammt var til hálfleiksins en þá náði lið Hauka að minnka muninn í eitt mark. Þá tók Stefán, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það leikhlé jókst forskot Fram á ný. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í sóknarleiknum en hún skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum fyrir Fram en fyrir Hauka var það hún Ásta Björt sem var með flest mörk eða þrjú talsins. Í seinni hálfleiknum voru það hins vegar stelpurnar í Haukum sem voru mikið sterkari aðilinn. Fyrsta mark seinni hálfleiksins kom ekki fyrr en um þrjá mínútur voru spilaðar en fyrir það hafði Fram tapað boltanum tvisvar sinnum og skotið framhjá einu sinni og það gaf tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Haukastelpur náðu forystunni á einum tímapunkti en hvorugt liðið náði hins vegar að tryggja sér sigurinn að lokum og staðan því 32-32 eftir æsispennandi lokamínútur. Sara Oddsen var markahæst í liði Hauka með átta mörk á meðan þær Þórey Rósa og Ragnheiður Júlíusdóttir voru markahæstar hjá Fram. Afhverju varð jafntefli? Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fór með verðskuldaða forystu í hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum tóku Haukar þó við sér og voru sterkari aðilinn. Mikið um tapaða bolta hjá Fram í seinni sem og frábæra markvörslu hjá Anniku í marki Hauka. Hverjar stóðu uppúr? Þórey Rósa var gríðarlega öflug í horninu hjá Fram sem og Ragnheiður í skyttunni. Annika átti síðan frábæran leik í marki Hauka og hélt þeim í leiknum á tímabili. Eftir hægan fyrri hálfleik tók svo Sara Oddsen við sér og skoraði fullt af mörkum í seinni hálfleiknum og fór fyrir liði Hauka í sóknarleiknum. Hvað fór illa? Eins og Stefán, þjálfari Fram, sagði í viðtali eftir leik þá var hann ekki sáttur með hversu marga bolta lið hans tapaði í seinni hálfleiknum. Nokkrir tapaðir boltar hjá Fram í byrjun seinni hálfleiksins gaf svolítið tóninn fyrir restina af leiknum og gaf Haukum byr undir báða vængi. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram verður í Coca-Cola bikarnum núna á fimmtudaginn, einnig á Ásvöllum, á meðan næsti leikur Hauka verður ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Gunnar Gunnarsson: Erfitt að koma til baka gegn þeim en við gerðum það Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur með jafnteflið í dag, en að sama skapi stoltur af stelpunum fyrir að hafa komið til baka gegn sterku liði Fram.Mynd/Haukar Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur í leikslok eftir jafntefli við Fram í Olís-deild kvenna í dag. ,,Ég er fyrst og fremst svekktur að þetta skot undir lokin hafi farið inn,” byrjaði Gunnar á því að segja en Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði metin úr síðasti skoti leiksins. ,,En burtséð frá því verð ég að vera ánægður með mitt lið að koma til baka hérna í seinni hálfleiknum gegn jafn sterku liði og Fram. Ég sagði það við ykkur í viðtali fyrir leikinn að það er erfitt að koma til baka gegn þessu lið en við gerðum það og ég er því ánægður með það.” Gunnar sagði að Haukar hefðu lagað sinn leik í seinni hálfleiknum fyrst og fremst með því að hætta að tæknifeila. ,,Við hættum að gera alla þessa tæknifeila og það skipti sköpum í sóknarleiknum. Við börðumst vel í varnarleiknum og svo varði hún Annika mjög vel í markinu,” endaði Gunnar á því að segja. Stefán Arnarson: Ég er mjög svekktur Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var mjög svekktur með úrslit dagsins.VÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok eftir jafntefli gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag. ,,Ég er bara mjög svekktur með spilamennskuna hjá okkur í þessum leik,” byrjaði Stefán á því að segja. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum fór voru það Haukar sem voru sterkari. ,,Við töpuðum boltanum alltof oft í sóknarleiknum og leyfðum þeim að komast aftur inn í leikinn og stemmningin var meira og minna þeim megin í seinni,” hélt Stefán áfram. Þrátt fyrir að hafa verið yfir í fyrri hálfleiknum var Stefán ánægður með að hafa náð leiknum í jafntefli undir lokin. ,,Jákvæðu punktarnir eru auðvitað það að undir lokin þá komum við til baka aftur að hafa verið þremur mörkum undir gegn þessu sterka Hauka liði,” endaði Stefán á að segja í leikslok. Olís-deild kvenna Fram Haukar
Fram og Haukar skildu jöfn 32-32 í hreint út sagt mögnuðum leik í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Það voru stelpurnar í Fram sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og réðu ferðinni meira og minna. Alveg frá fyrsta marki fyrri hálfleiksins var Fram með forystuna en leikurinn byrjaði á því að Fram skoraði fyrstu tvö mörkin. Í gegnum fyrri hálfleikinn var Fram yfirleitt með þriggja til fjögurra marka forystu fyrir utan nokkra mínútna kafla þegar skammt var til hálfleiksins en þá náði lið Hauka að minnka muninn í eitt mark. Þá tók Stefán, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það leikhlé jókst forskot Fram á ný. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í sóknarleiknum en hún skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum fyrir Fram en fyrir Hauka var það hún Ásta Björt sem var með flest mörk eða þrjú talsins. Í seinni hálfleiknum voru það hins vegar stelpurnar í Haukum sem voru mikið sterkari aðilinn. Fyrsta mark seinni hálfleiksins kom ekki fyrr en um þrjá mínútur voru spilaðar en fyrir það hafði Fram tapað boltanum tvisvar sinnum og skotið framhjá einu sinni og það gaf tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Haukastelpur náðu forystunni á einum tímapunkti en hvorugt liðið náði hins vegar að tryggja sér sigurinn að lokum og staðan því 32-32 eftir æsispennandi lokamínútur. Sara Oddsen var markahæst í liði Hauka með átta mörk á meðan þær Þórey Rósa og Ragnheiður Júlíusdóttir voru markahæstar hjá Fram. Afhverju varð jafntefli? Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fór með verðskuldaða forystu í hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum tóku Haukar þó við sér og voru sterkari aðilinn. Mikið um tapaða bolta hjá Fram í seinni sem og frábæra markvörslu hjá Anniku í marki Hauka. Hverjar stóðu uppúr? Þórey Rósa var gríðarlega öflug í horninu hjá Fram sem og Ragnheiður í skyttunni. Annika átti síðan frábæran leik í marki Hauka og hélt þeim í leiknum á tímabili. Eftir hægan fyrri hálfleik tók svo Sara Oddsen við sér og skoraði fullt af mörkum í seinni hálfleiknum og fór fyrir liði Hauka í sóknarleiknum. Hvað fór illa? Eins og Stefán, þjálfari Fram, sagði í viðtali eftir leik þá var hann ekki sáttur með hversu marga bolta lið hans tapaði í seinni hálfleiknum. Nokkrir tapaðir boltar hjá Fram í byrjun seinni hálfleiksins gaf svolítið tóninn fyrir restina af leiknum og gaf Haukum byr undir báða vængi. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram verður í Coca-Cola bikarnum núna á fimmtudaginn, einnig á Ásvöllum, á meðan næsti leikur Hauka verður ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Gunnar Gunnarsson: Erfitt að koma til baka gegn þeim en við gerðum það Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur með jafnteflið í dag, en að sama skapi stoltur af stelpunum fyrir að hafa komið til baka gegn sterku liði Fram.Mynd/Haukar Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur í leikslok eftir jafntefli við Fram í Olís-deild kvenna í dag. ,,Ég er fyrst og fremst svekktur að þetta skot undir lokin hafi farið inn,” byrjaði Gunnar á því að segja en Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði metin úr síðasti skoti leiksins. ,,En burtséð frá því verð ég að vera ánægður með mitt lið að koma til baka hérna í seinni hálfleiknum gegn jafn sterku liði og Fram. Ég sagði það við ykkur í viðtali fyrir leikinn að það er erfitt að koma til baka gegn þessu lið en við gerðum það og ég er því ánægður með það.” Gunnar sagði að Haukar hefðu lagað sinn leik í seinni hálfleiknum fyrst og fremst með því að hætta að tæknifeila. ,,Við hættum að gera alla þessa tæknifeila og það skipti sköpum í sóknarleiknum. Við börðumst vel í varnarleiknum og svo varði hún Annika mjög vel í markinu,” endaði Gunnar á því að segja. Stefán Arnarson: Ég er mjög svekktur Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var mjög svekktur með úrslit dagsins.VÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok eftir jafntefli gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag. ,,Ég er bara mjög svekktur með spilamennskuna hjá okkur í þessum leik,” byrjaði Stefán á því að segja. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum fór voru það Haukar sem voru sterkari. ,,Við töpuðum boltanum alltof oft í sóknarleiknum og leyfðum þeim að komast aftur inn í leikinn og stemmningin var meira og minna þeim megin í seinni,” hélt Stefán áfram. Þrátt fyrir að hafa verið yfir í fyrri hálfleiknum var Stefán ánægður með að hafa náð leiknum í jafntefli undir lokin. ,,Jákvæðu punktarnir eru auðvitað það að undir lokin þá komum við til baka aftur að hafa verið þremur mörkum undir gegn þessu sterka Hauka liði,” endaði Stefán á að segja í leikslok.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti