Umfjöllun og viðtal: HK - Valur 17-23| Annar sigur Valskvenna á HK í september Andri Már Eggertsson skrifar 26. september 2021 18:31 Lovísa Thompson vísir/hulda margrét Valur vann sex marka sigur 17-23 í heldur tíðindalitlum sóknarleik hjá báðum liðum. Þetta var annar sigur Valskvenna á HK í september mánuði. Þær slógu HK út úr Coca Cola bikarnum fyrr í sama mánuði. HK byrjaði leikinn af miklum krafti. Eftir tæplega tíu mínútna leik voru heimakonur tveimur mörkum yfir 5-3. Pendúlinn snerist síðan við og tók Valur öll völd á leiknum. Þær skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 5-7 sér í hag. Varnarleikur HK var mjög góður í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins fylgdi ekki eftir og voru þær oftar en ekki sjálfum sér verstar þegar þær gátu jafnað leikinn eða komist yfir. Valur átti gott áhlaup á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Þær skoruðu þrjú mörk í röð en Tinna Sól Björgvinsdóttir náði að minnka muninn fyrir hálfleik. Hálfleikstölur 9-12. Valur byrjaði síðari hálfleik afar illa. Það gekk ekkert upp í sóknarleik liðsins og gerði Lilja Ágústsdóttir fyrsta mark Vals í seinni hálfleik eftir 5:30 mínútu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður tók Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, leikhlé. Valur hafði gert tvö mörk í röð og leist Halldóri Harra ekki á blikuna í stöðunni 12-15. Valur gekk frá leiknum á síðustu tíu mínútunum. Á þeim kafla skoraði HK aðeins tvö mörk, Valur gekk á lagið og gerði sex mörk. Valur endaði á að vinna leikinn 17-23. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábæran varnarleik sem HK átti fá svör við. Þær voru flatar á sex metrunum og gerðu vel í að loka á þau svæði sem leikmenn HK vildu sækja í. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir spilaði frábærlega í dag. Thea skoraði 9 mörk úr 11 skotum. Þrátt fyrir góðan varnarleik HK voru þær í vandræðum með Theu Imani. Hildigunnur Einarsdóttir átti góðan leik. Hildigunnur stóð vaktina vel í vörn Vals. Hún skoraði einnig 4 mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var á löngum köflum ekki góður. Þrátt fyrir að HK skoraði tveimur mörkum meira í dag heldur en í síðasta leik, er mikið verk framundan að smyrja sóknarleik liðsins. Leikmenn HK voru oft sjálfum sér verstar í sókninni sem kristallaðist í töpuðum boltum og sérstökum ákvörðunum. Hvað gerist næst? HK fer næst í Safamýrina og mætir Fram laugardaginn 16. október. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Næsti leikur Vals er fimmtudaginn 21. október gegn Stjörnunni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilaður í TM-höllinni. Olís-deild kvenna HK Valur
Valur vann sex marka sigur 17-23 í heldur tíðindalitlum sóknarleik hjá báðum liðum. Þetta var annar sigur Valskvenna á HK í september mánuði. Þær slógu HK út úr Coca Cola bikarnum fyrr í sama mánuði. HK byrjaði leikinn af miklum krafti. Eftir tæplega tíu mínútna leik voru heimakonur tveimur mörkum yfir 5-3. Pendúlinn snerist síðan við og tók Valur öll völd á leiknum. Þær skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 5-7 sér í hag. Varnarleikur HK var mjög góður í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins fylgdi ekki eftir og voru þær oftar en ekki sjálfum sér verstar þegar þær gátu jafnað leikinn eða komist yfir. Valur átti gott áhlaup á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Þær skoruðu þrjú mörk í röð en Tinna Sól Björgvinsdóttir náði að minnka muninn fyrir hálfleik. Hálfleikstölur 9-12. Valur byrjaði síðari hálfleik afar illa. Það gekk ekkert upp í sóknarleik liðsins og gerði Lilja Ágústsdóttir fyrsta mark Vals í seinni hálfleik eftir 5:30 mínútu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður tók Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, leikhlé. Valur hafði gert tvö mörk í röð og leist Halldóri Harra ekki á blikuna í stöðunni 12-15. Valur gekk frá leiknum á síðustu tíu mínútunum. Á þeim kafla skoraði HK aðeins tvö mörk, Valur gekk á lagið og gerði sex mörk. Valur endaði á að vinna leikinn 17-23. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábæran varnarleik sem HK átti fá svör við. Þær voru flatar á sex metrunum og gerðu vel í að loka á þau svæði sem leikmenn HK vildu sækja í. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir spilaði frábærlega í dag. Thea skoraði 9 mörk úr 11 skotum. Þrátt fyrir góðan varnarleik HK voru þær í vandræðum með Theu Imani. Hildigunnur Einarsdóttir átti góðan leik. Hildigunnur stóð vaktina vel í vörn Vals. Hún skoraði einnig 4 mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var á löngum köflum ekki góður. Þrátt fyrir að HK skoraði tveimur mörkum meira í dag heldur en í síðasta leik, er mikið verk framundan að smyrja sóknarleik liðsins. Leikmenn HK voru oft sjálfum sér verstar í sókninni sem kristallaðist í töpuðum boltum og sérstökum ákvörðunum. Hvað gerist næst? HK fer næst í Safamýrina og mætir Fram laugardaginn 16. október. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Næsti leikur Vals er fimmtudaginn 21. október gegn Stjörnunni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilaður í TM-höllinni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti