Framsókn í bókstaflegri framsókn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2021 18:50 Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt mikið milli tveggja kannana Maskínu fyrir Stöð 2. Vísir/Vilhelm Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00