Fótbolti

Fimm sigrar í röð hjá Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kimmich skoraði glæsilegt mark í kvöld.
Kimmich skoraði glæsilegt mark í kvöld. Roland Krivec/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa nú unnið fimm leiki í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Bæjarar unnu 3-1 útisigur á Greuther Fürth.

Thomas Müller kom Bayern yfir strax eftir tíu mínútna leik. Miðjumaðurinn Joshua Kimmich kom gestunum svo í 2-0 með skoti fyrir utan vítateig þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan enn er flautað var til hálfleiks.

Í upphafi síðari hálfleik fékk Benjamin Pavard rautt spjald fyrir brot og Bæjarar því manni færri það sem eftir lifði leiks. Sebastian Griesbeck varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 68. mínútu og staðan því 3-0 og sigur gestanna svo gott sem gulltryggður.

Cedric Itten minnkaði muninn undir lok leiks, lokatölur því 3-1 Þýskalandsmeisturunum í vil. Þeir tróna á toppi deildarinnar með 16 stig að loknum sex umferðum með markatöluna 23-5. Greuther Fürth situr á botni deildarinnar með aðeins eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×