Höfum VG í forystu Jódís Skúladóttir skrifar 25. september 2021 07:01 Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar