Höfum VG í forystu Jódís Skúladóttir skrifar 25. september 2021 07:01 Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar