„Ljótt að plata“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 23:02 Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín tókust á í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“ Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01
Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent