Mögulega ekki greiðfært með atkvæði yfir fjallvegi í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 11:34 Þessi ferfætlingur var ekki á kjörskrá í Reykjavík en kjörsókn er þó meiri en fyrir fjórum árum. Frá kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings. Fyrr í vikunni var spáð afleitu veðri á kjördag, suðvestan rigningarstormi. Áhyggjur voru af því að slíkt veður gæti dregið úr kjörsókn og seinkað talningu sums staðar á landsbyggðinni þar sem flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi eða sjóleiðina. Lægðin sem veldur veðrinu hefur þó tekið breytingum og vindur er nú norðlægari, að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða er allshvasst eða strekkingur. Kaldara veður þýðir að úrkoma sem er spáð á landinu norðan- og austanverðu fellur líklega sem snjór eða slydda á heiðum og fjallvegum. „Það er möguleiki að það verði ekki greiðfært með atkvæðin yfir fjallvegi eftir að kjörstaðir loka í kvöld,“ segir Teitur. Í versta falli geti björgunarsveitir þó flutt atkvæðin en þær hafi oft lagt á heiðar í verra veðri en spáð er í kvöld. Á láglendi ætti hins vegar að vera greiðfært alls staðar. Teitur segir breytingarnar á veðrinu frá fyrri spám betri fyrir kjörsókn. „Í slagviðri eins og átti að vera hefðu kannski einhverjir síður farið á kjörstað,“ segir hann. Á höfuðborgarsvæðinu er prýðilegasta veður en það er ekki dæmigert fyrir veðrið annars staðar á landinu. Teitur segir langbesta veðrið á landinu þar. Ekki er spáð úrkomu og þá er stór hluti borgarinnar í skjóli fyrir vindáttinni. Alþingiskosningar 2021 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Fyrr í vikunni var spáð afleitu veðri á kjördag, suðvestan rigningarstormi. Áhyggjur voru af því að slíkt veður gæti dregið úr kjörsókn og seinkað talningu sums staðar á landsbyggðinni þar sem flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi eða sjóleiðina. Lægðin sem veldur veðrinu hefur þó tekið breytingum og vindur er nú norðlægari, að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða er allshvasst eða strekkingur. Kaldara veður þýðir að úrkoma sem er spáð á landinu norðan- og austanverðu fellur líklega sem snjór eða slydda á heiðum og fjallvegum. „Það er möguleiki að það verði ekki greiðfært með atkvæðin yfir fjallvegi eftir að kjörstaðir loka í kvöld,“ segir Teitur. Í versta falli geti björgunarsveitir þó flutt atkvæðin en þær hafi oft lagt á heiðar í verra veðri en spáð er í kvöld. Á láglendi ætti hins vegar að vera greiðfært alls staðar. Teitur segir breytingarnar á veðrinu frá fyrri spám betri fyrir kjörsókn. „Í slagviðri eins og átti að vera hefðu kannski einhverjir síður farið á kjörstað,“ segir hann. Á höfuðborgarsvæðinu er prýðilegasta veður en það er ekki dæmigert fyrir veðrið annars staðar á landinu. Teitur segir langbesta veðrið á landinu þar. Ekki er spáð úrkomu og þá er stór hluti borgarinnar í skjóli fyrir vindáttinni.
Alþingiskosningar 2021 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira