Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Stína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við. Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira