Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Stína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við. Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira