Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Stína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við. Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira