Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 25. september 2021 12:28 Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Samfylkingin Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun