Kjósum eins og framtíðin - fyrir framtíðina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2021 15:16 Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar