Innlent

Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ásmundur Einar Daðason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Ásmundur Einar Daðason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. vísir/vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu.

Hann segist vera snortinn yfir þessu:

„Það er frábært að hafa fundið þessa jákvæðni,“ segir hann í samtali við fréttamann.

Ásmundur tók áhættu með að færa sig um kjördæmi og fara yfir í Reykjavíkurkjördæmi norður en Framsókn hefur ekki náð manni inn á þing í því kjördæmi síðan árið 2013.

„Ég segi bara takk Reykjavík. Við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“

Framsókn er með 12,7 prósent talinna atkvæða í kjördæminu en talinn atkvæði eru 19.473. Í kjördæminu eru 45.368 á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×