Innlent

„Rífandi trausts­yfir­lýsing“ við stjórnina

Þorgils Jónsson skrifar
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir stöðuna eins og hún er núna vera stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir stöðuna eins og hún er núna vera stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina.

Staða ríkistjórnarflokkanna á þingi miðað við núverandi stöðu er „rífandi traustsyfirlýsing“ við stjórnina að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar, stjórnmálafræðings.

„Ef einhver hefði spáð þessu í mín eyru, við myndun þessarar ríkisstjórnar að þetta yrði staðan fjórum árum síðar hefði ég hváð,“ sagði hann þegar hann gerði upp stöðuna í lok kosningavöku Stöðvar 2.

„Ég hefði líka sagt að ef VG myndu bara missa einn mann í þessu stjórnarsamstarfi, og miðað við þann mikla sigur sem þau unnu áður, væri það harla gott fyrir þau.“

Eiríkur og Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddu einnig stöðu stjórnarandstöðunnar sem er misjöfn.

„Það eru flokkar sem þurfa að fara að skoða stöðu sína í flokkakerfinu eins og Samfylkingin og Píratar, sem fá ágætis stuðning, en eru ekki á þeim stað sen þau voru að óska sér og nú var formaður Samfylkingar að tala um endurnýjaða sameiningu eða samvinnu vinstri manna.

Niðurstaðan í grófum dráttum að mati þeirra var sú að fari fram sem horfi geti þetta talist stórsigur ríkisstjórnarinnar og Flokks fólksins.

Umræðu þeirra má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×