Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 06:46 Sigmar Guðmundsson, sem situr í öðru sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er einn þeirra jöfnunarmanna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunarsæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjördæminu en hvort hann komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður mun ráðast þegar lokatölur úr Suðvesturkjördæmi verða birtar, líklega á næsta klukkutímanum. Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“ Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira