Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 06:46 Sigmar Guðmundsson, sem situr í öðru sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er einn þeirra jöfnunarmanna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunarsæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjördæminu en hvort hann komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður mun ráðast þegar lokatölur úr Suðvesturkjördæmi verða birtar, líklega á næsta klukkutímanum. Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“ Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira