Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 14:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (t.v.) og Karl Gauti Hjaltason (t.h.) eru tveir af þremur síðustu móhíkönunum í þingflokki Miðflokksins. Flokkurinn tapaði fjórum þingsætum frá síðustu kosningum 2017 og sex miðað við þingstyrkinn sem hann hafði. Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. Þingflokkur Miðflokksins skreppur verulega saman eftir kosningarnar í gær, fer úr níu þingmönnum í þrjá. Flokkurinn náði sjö mönnum á þing árið 2017 en fékk liðstyrk frá Flokki fólksins þegar Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson skiptu yfir í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda árið 2018. Karl Gauti segir í samtali við Vísi að greinilegt sé að flokkurinn hafi ekki náð til kjósenda að þessu sinni þrátt fyrir að hann hafi að sínu mati barist fyrir góðum málefnum. „Við þurfum auðvitað bara að leggjast yfir það og skoða hvað var að og hvað klikkaði. Er það eitthvað í auglýsingum eða eitthvað annað?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætti hvorki í umræðuþátt stjórnmálaleiðtoga á Sprengisandi á Stöð 2 og Bylgjunni né Ríkisútvarpinu í morgun. Hann hefur ekki gefið kost á viðtali til þessa. Meira fylgi eftir Klaustursmálið Klaustursmálið vakti mikla athygli og reiði á sínum tíma en þá urðu nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins uppvísir af óviðeigandi ummælum um þingkonur á öldurhúsi í Reykjavík. Þeir Karl Gauti og Ólafur og voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfarið. Engu að síður vill Karl Gauti ekki meina að Klaustursmálið skýri gengi Miðflokksins í kosningunum í gær. Hann bendir á að flokkurinn hafi mælst með meira fylgi fyrir ekki svo löngu síðan og enn meira fyrir tveimur árum eftir að málið kom upp. „Þannig að það er eitthvað að kynningunni, auglýsingunum eða flækjustiginu í okkar stefnumálum, eitthvað þar,“ segir hann. Af þingmönnunum sex úr Klaustursmálinu verða aðeins þeir Sigmundur Davíð og Karl Gauti áfram á þingi. Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir náðu ekki kjöri en Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson buðu sig ekki fram til endurkjörs. Leynileg upptaka var gerð af þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins á Klausturbar. Þar heyrðust þeir fara ófögrum orðum um konur á þingi. Sigmundur Davíð hefur lýst flokk sínum sem fórnarlambi Klaustursmálsins.Vísir/Vilhelm Ná viðspyrnu Hann segir að það verði viðbrigði að vera í þriggja manna þingflokki í stað níu áður. Auk Karls Gauta náðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Birgir Þórarinsson sæti á þingi. „Þetta er auðvitað breytt landslag en þrátt fyrir allt erum við inni á þingi. Þá eigum við kost á því að ræða málefnin og benda á okkar málefni. Ég er auðvitað feginn því að við skulum haldast inni sem var alls ekki uppi á borðum á tímabili í gærkvöldi en smá lagaðist eftir því sem leið á nóttina. Það gefur okkur viðspyrnu til að halda áfram,“ segir Karl Gauti. Ætlar að óska eftir skýringum á miklum sveiflum á milli talna Karl Gauti gerir verulega athugasemdir við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi í nótt. Miklar sveiflur hafi verið á milli talna. Miðflokkurinn hafi þar verið með um eitt prósent atkvæða í sumum tölum en endaði á að fá 4,5%. „Þetta er ekki eðlileg talning. Það hefur eitthvað misfarist þarna og ég mun óska eftir skýringum á því hvað hefur gerst,“ segir hann. Vill hann meina að augljóslega hafi atkvæðabúnt með atkvæðum Miðflokksins týnst eða gleymst á meðan á talningunni stóð. „Þetta veldur manni áhyggjum yfir hvernig framkvæmd talningar er,“ segir Karl Gauti sem efast þó ekki um lokaniðurstöðurnar. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins skreppur verulega saman eftir kosningarnar í gær, fer úr níu þingmönnum í þrjá. Flokkurinn náði sjö mönnum á þing árið 2017 en fékk liðstyrk frá Flokki fólksins þegar Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson skiptu yfir í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda árið 2018. Karl Gauti segir í samtali við Vísi að greinilegt sé að flokkurinn hafi ekki náð til kjósenda að þessu sinni þrátt fyrir að hann hafi að sínu mati barist fyrir góðum málefnum. „Við þurfum auðvitað bara að leggjast yfir það og skoða hvað var að og hvað klikkaði. Er það eitthvað í auglýsingum eða eitthvað annað?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætti hvorki í umræðuþátt stjórnmálaleiðtoga á Sprengisandi á Stöð 2 og Bylgjunni né Ríkisútvarpinu í morgun. Hann hefur ekki gefið kost á viðtali til þessa. Meira fylgi eftir Klaustursmálið Klaustursmálið vakti mikla athygli og reiði á sínum tíma en þá urðu nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins uppvísir af óviðeigandi ummælum um þingkonur á öldurhúsi í Reykjavík. Þeir Karl Gauti og Ólafur og voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfarið. Engu að síður vill Karl Gauti ekki meina að Klaustursmálið skýri gengi Miðflokksins í kosningunum í gær. Hann bendir á að flokkurinn hafi mælst með meira fylgi fyrir ekki svo löngu síðan og enn meira fyrir tveimur árum eftir að málið kom upp. „Þannig að það er eitthvað að kynningunni, auglýsingunum eða flækjustiginu í okkar stefnumálum, eitthvað þar,“ segir hann. Af þingmönnunum sex úr Klaustursmálinu verða aðeins þeir Sigmundur Davíð og Karl Gauti áfram á þingi. Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir náðu ekki kjöri en Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson buðu sig ekki fram til endurkjörs. Leynileg upptaka var gerð af þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins á Klausturbar. Þar heyrðust þeir fara ófögrum orðum um konur á þingi. Sigmundur Davíð hefur lýst flokk sínum sem fórnarlambi Klaustursmálsins.Vísir/Vilhelm Ná viðspyrnu Hann segir að það verði viðbrigði að vera í þriggja manna þingflokki í stað níu áður. Auk Karls Gauta náðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Birgir Þórarinsson sæti á þingi. „Þetta er auðvitað breytt landslag en þrátt fyrir allt erum við inni á þingi. Þá eigum við kost á því að ræða málefnin og benda á okkar málefni. Ég er auðvitað feginn því að við skulum haldast inni sem var alls ekki uppi á borðum á tímabili í gærkvöldi en smá lagaðist eftir því sem leið á nóttina. Það gefur okkur viðspyrnu til að halda áfram,“ segir Karl Gauti. Ætlar að óska eftir skýringum á miklum sveiflum á milli talna Karl Gauti gerir verulega athugasemdir við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi í nótt. Miklar sveiflur hafi verið á milli talna. Miðflokkurinn hafi þar verið með um eitt prósent atkvæða í sumum tölum en endaði á að fá 4,5%. „Þetta er ekki eðlileg talning. Það hefur eitthvað misfarist þarna og ég mun óska eftir skýringum á því hvað hefur gerst,“ segir hann. Vill hann meina að augljóslega hafi atkvæðabúnt með atkvæðum Miðflokksins týnst eða gleymst á meðan á talningunni stóð. „Þetta veldur manni áhyggjum yfir hvernig framkvæmd talningar er,“ segir Karl Gauti sem efast þó ekki um lokaniðurstöðurnar.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira