Ekki talin þörf á endurtalningu í Suðurkjördæmi þó mjótt sé á munum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 16:14 Nýr miðbær á Selfossi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir ekki ástæðu til að ráðast í endurtalningu á atkvæðum í umdæminu þrátt fyrir að afar mjótt sé á munum. Gerð var úttekt á vinnubrögðum og verkferlum í dag og kom engin villa upp þegar tíu prósent kjörseðla höfðu verið skoðaðir. Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu. Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu.
Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira