„Þetta voru góðir níu tímar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 19:47 Þessi fimm héldu í allan dag að þau ættu eftir að sitja á þingi næsta kjörtímabil. Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. Þau sem féllu út sem jöfnunarmenn voru þau Karl Gauti Hjaltason, fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir, fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim, fyrir Pírata í Reykjavík norður, Guðmundur Gunnarsson, fyrir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi, og loks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir Samfylkinguna í Reykjavík suður. Fréttastofa sló á þráðinn til þeirra í kvöld og áttu þau það öll sameiginlegt að vera bæði hissa og nokkuð vonsvikin með tíðindin. Svona er lýðræðið „Já, ertu ekki að grínast í mér. Þetta eru ótrúlega mikil vonbrigði,“ segir Lenya Rún sem virtist komast nokkuð óvænt inn sem jöfnunarþingmaður Pírata í Reykjavík norður. Hún hefði verið yngsti þingmaður í sögu lýðveldisins. „En svona er lýðræðið bara. Þetta voru góðir níu tímar,“ segir hún. Lenya Rún var vonsvikin eftir daginn. „Mér finnst bara leiðinlegt að þessir hópar sem ég hefði getað talað fyrir fá ekki rödd enn einu sinni.“ Ekki tilbúin að tjá sig Rósa Björk var ekki til í að tjá sig um tíðindin þegar fréttastofa náði tali af henni í kvöld. „Ég er ekki að tala við fjölmiðla núna. Við erum bara að reyna að átta okkur á því sem er í gangi,“ sagði hún. Rósa var enn að átta sig á stöðunni eftir endurtalninguna. Er gæddur ágætis jafnaðargeði „Þetta er nú meiri eldskírnin og rússíbanareiðin,“ segir Guðmundur Gunnarsson og hlær hreinlega að stöðunni þegar fréttamaður spurði hann hvernig honum liði eftir tíðindin. „Ég er nú gæddur ágætis jafnaðargeði, þannig ég var nú ekki einu sinni alveg búinn að átta mig á því að ég væri orðinn þingmaður í dag. Þannig þetta er nú bara svona. Ég veit að ég var búinn að leggja allt mitt í þetta og maður veit að maður gat ekki gert betur,“ segir hann. Þrátt fyrir að komast ekki inn á þing er Guðmundur sáttur með atkvæðafjöldann sem Viðreisn náði í kjördæminu. Honum þykir sérlega leitt að meirihluti kvenna á þingi, sem var útlit fyrir í dag, hafi fallið. Og þykir kaldhæðnislegt að „það komi í staðinn inn lykilmaður í Klaustursmálinu. Það er náttúrulega bara hápunktur íróníunnar,“ segir hann og vísar þar í Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem kom inn sem jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi í stað Guðmundar. Munaði átta atkvæðum Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, missti þá jöfnunarsæti sitt. Það er ekki síst súrt fyrir hana vegna þess að það munaði ekki nema sjö atkvæðum á VG og Miðflokki í kjördæminu og ef Hólmfríður hefði fengið átta atkvæði til viðbótar hefði hún þannig komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Þetta er náttúrulega bara óskemmtilegt. Þegar maður er búinn að fá þær fréttir að maður sé inni, og svo koma svona mistök í ljós,“ segir hún í samtali við Vísi. „Þetta er bara staðan og það er bara þannig. Vissulega er þetta bara mjög leiðinlegt fyrir þá sem þetta kemur fyrir en svo eru þá aðrir sem komast að. Þetta breytir í raun ekki þingmannafjölda hvers flokks fyrir sig, sem er þó jákvætt. En það er vissulega sorglegt að við konurnar erum komnar aftur í minnihluta, það var eitthvað sem var mjög jákvætt, að konur væru í fyrsta sinn í lýðveldissögunni og í Evrópu í meirihluta á þingi.“ Hólmfríður Árnadóttir virtist ætla að verða eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi en nú er flokkurinn ekki með mann þar. Vinstri græn hafa farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi, kjördæmi Hólmfríðar, þar sem afar mjótt var á mununum. Hana vantaði aðeins átta atkvæði til að vera kjördæmakjörin fram yfir Miðflokksmanninn Birgi Þórarinsson. Yfirkjörstjórn mun ekki taka afstöðu til beiðni flokksins fyrr en á morgun. Aðspurð segist Hólmfríður ekki alveg búin að gefa upp vonina um þingsætið. „Mér finnst bara rétt að það sé þá bara endurtalið. Þá sé bara allt á hreinu og ekkert hægt að naga sig í handarbökin seinna meir.“ Spyr sig hvaða atkvæðabunki týndist Karl Gauti furðar sig þá á mistökum kjörstjórnarinnar. „Hvað þýðir yfirlýsing um lokatölur ef að það er tekin ákvörðun um endurtalningu fimm tímum síðar?“ spyr hann sig. Hann segir að ef einhver vafi leiki á því einhvers staðar að mistök hafi verið gerð eigi að endurtelja strax en ekki að gefa út lokatölur og fara síðan í að leiðrétta. Hann segir að grunur um að misbrestur væri í talningu hefði læðst að sér fyrr um kvöldið og það í öðru kjördæmi, hans eigin Suðvesturkjördæmi. Karl Gauti gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir endurtalninguna. „Ég spyr mig hvaða bunki týndist, hvenær fannst hann aftur og voru einhver fleiri mistök í talningunni þarna? Þetta er bara alvarlegur misbrestur í framkvæmd talningar,“ segir hann. „Auðvitað á að endurtelja á öllu landi, að sjálfsögðu.“ Karl Gauti sagði það við fréttastofu í nótt þegar útlit var fyrir að hann næði ekki inn að honum hefði boðist starf á togara. Mun hann þá taka því fyrst hann er dottinn út úr jöfnunarsætinu? „Ég er nú ekki búinn að hafa samband við þá en ég finn mér einhverja vinnu. Ég er til dæmis mjög góður í að telja og gæti farið að telja atkvæði,“ segir hann léttur í bragði en getur þó ekki leynt vonbrigðum sínum: „Maður er bara gjörsamlega úrvinda eftir svona uppákomur. Ég meina vonbrigðin komu nú í gær, svo kom gleðin og síðan koma þessi vonbrigði sem eru náttúrulega miklu harkalegri en í gærkvöldi.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þau sem féllu út sem jöfnunarmenn voru þau Karl Gauti Hjaltason, fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir, fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim, fyrir Pírata í Reykjavík norður, Guðmundur Gunnarsson, fyrir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi, og loks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir Samfylkinguna í Reykjavík suður. Fréttastofa sló á þráðinn til þeirra í kvöld og áttu þau það öll sameiginlegt að vera bæði hissa og nokkuð vonsvikin með tíðindin. Svona er lýðræðið „Já, ertu ekki að grínast í mér. Þetta eru ótrúlega mikil vonbrigði,“ segir Lenya Rún sem virtist komast nokkuð óvænt inn sem jöfnunarþingmaður Pírata í Reykjavík norður. Hún hefði verið yngsti þingmaður í sögu lýðveldisins. „En svona er lýðræðið bara. Þetta voru góðir níu tímar,“ segir hún. Lenya Rún var vonsvikin eftir daginn. „Mér finnst bara leiðinlegt að þessir hópar sem ég hefði getað talað fyrir fá ekki rödd enn einu sinni.“ Ekki tilbúin að tjá sig Rósa Björk var ekki til í að tjá sig um tíðindin þegar fréttastofa náði tali af henni í kvöld. „Ég er ekki að tala við fjölmiðla núna. Við erum bara að reyna að átta okkur á því sem er í gangi,“ sagði hún. Rósa var enn að átta sig á stöðunni eftir endurtalninguna. Er gæddur ágætis jafnaðargeði „Þetta er nú meiri eldskírnin og rússíbanareiðin,“ segir Guðmundur Gunnarsson og hlær hreinlega að stöðunni þegar fréttamaður spurði hann hvernig honum liði eftir tíðindin. „Ég er nú gæddur ágætis jafnaðargeði, þannig ég var nú ekki einu sinni alveg búinn að átta mig á því að ég væri orðinn þingmaður í dag. Þannig þetta er nú bara svona. Ég veit að ég var búinn að leggja allt mitt í þetta og maður veit að maður gat ekki gert betur,“ segir hann. Þrátt fyrir að komast ekki inn á þing er Guðmundur sáttur með atkvæðafjöldann sem Viðreisn náði í kjördæminu. Honum þykir sérlega leitt að meirihluti kvenna á þingi, sem var útlit fyrir í dag, hafi fallið. Og þykir kaldhæðnislegt að „það komi í staðinn inn lykilmaður í Klaustursmálinu. Það er náttúrulega bara hápunktur íróníunnar,“ segir hann og vísar þar í Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem kom inn sem jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi í stað Guðmundar. Munaði átta atkvæðum Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, missti þá jöfnunarsæti sitt. Það er ekki síst súrt fyrir hana vegna þess að það munaði ekki nema sjö atkvæðum á VG og Miðflokki í kjördæminu og ef Hólmfríður hefði fengið átta atkvæði til viðbótar hefði hún þannig komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Þetta er náttúrulega bara óskemmtilegt. Þegar maður er búinn að fá þær fréttir að maður sé inni, og svo koma svona mistök í ljós,“ segir hún í samtali við Vísi. „Þetta er bara staðan og það er bara þannig. Vissulega er þetta bara mjög leiðinlegt fyrir þá sem þetta kemur fyrir en svo eru þá aðrir sem komast að. Þetta breytir í raun ekki þingmannafjölda hvers flokks fyrir sig, sem er þó jákvætt. En það er vissulega sorglegt að við konurnar erum komnar aftur í minnihluta, það var eitthvað sem var mjög jákvætt, að konur væru í fyrsta sinn í lýðveldissögunni og í Evrópu í meirihluta á þingi.“ Hólmfríður Árnadóttir virtist ætla að verða eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi en nú er flokkurinn ekki með mann þar. Vinstri græn hafa farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi, kjördæmi Hólmfríðar, þar sem afar mjótt var á mununum. Hana vantaði aðeins átta atkvæði til að vera kjördæmakjörin fram yfir Miðflokksmanninn Birgi Þórarinsson. Yfirkjörstjórn mun ekki taka afstöðu til beiðni flokksins fyrr en á morgun. Aðspurð segist Hólmfríður ekki alveg búin að gefa upp vonina um þingsætið. „Mér finnst bara rétt að það sé þá bara endurtalið. Þá sé bara allt á hreinu og ekkert hægt að naga sig í handarbökin seinna meir.“ Spyr sig hvaða atkvæðabunki týndist Karl Gauti furðar sig þá á mistökum kjörstjórnarinnar. „Hvað þýðir yfirlýsing um lokatölur ef að það er tekin ákvörðun um endurtalningu fimm tímum síðar?“ spyr hann sig. Hann segir að ef einhver vafi leiki á því einhvers staðar að mistök hafi verið gerð eigi að endurtelja strax en ekki að gefa út lokatölur og fara síðan í að leiðrétta. Hann segir að grunur um að misbrestur væri í talningu hefði læðst að sér fyrr um kvöldið og það í öðru kjördæmi, hans eigin Suðvesturkjördæmi. Karl Gauti gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir endurtalninguna. „Ég spyr mig hvaða bunki týndist, hvenær fannst hann aftur og voru einhver fleiri mistök í talningunni þarna? Þetta er bara alvarlegur misbrestur í framkvæmd talningar,“ segir hann. „Auðvitað á að endurtelja á öllu landi, að sjálfsögðu.“ Karl Gauti sagði það við fréttastofu í nótt þegar útlit var fyrir að hann næði ekki inn að honum hefði boðist starf á togara. Mun hann þá taka því fyrst hann er dottinn út úr jöfnunarsætinu? „Ég er nú ekki búinn að hafa samband við þá en ég finn mér einhverja vinnu. Ég er til dæmis mjög góður í að telja og gæti farið að telja atkvæði,“ segir hann léttur í bragði en getur þó ekki leynt vonbrigðum sínum: „Maður er bara gjörsamlega úrvinda eftir svona uppákomur. Ég meina vonbrigðin komu nú í gær, svo kom gleðin og síðan koma þessi vonbrigði sem eru náttúrulega miklu harkalegri en í gærkvöldi.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent