Viðskipti innlent

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verð á bréfum hefur hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins.
Verð á bréfum hefur hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins. Vísir/Vilhelm

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð. Mest hækkun hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti.

Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent.

Nokkrar sveiflur hafa verið á markaði undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Ef litið er til síðasta árs í Kauphöllinni hafa bréf hvergi hækkað jafnmikið í allri Evrópu.


Tengdar fréttir

Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi

Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×