Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 14:16 Vestramenn geta ekki æft á sínum heimavelli og gætu þurft að mæta Víkingi í Hafnarfirði. Facebook/@Vestri.Knattspyrna Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október.
Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira