Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 08:31 Valskonur fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu, föstudagskvöldið 10. september. vísir/hulda margrét Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira