Menntun byggð á slæmum grunni Hrafnkell Karlsson skrifar 28. september 2021 10:00 Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar