„Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 10:01 Elías Rafn Ólafsson ver skot frá William Boving í leik FC København og Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Elías segir leikinn einn þann eftirminnilegasta á ferlinum. getty/Lars Ronbog Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess. Elías lék í marki Midtjylland í 3-0 sigri á Silkeborg í 6. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar, var á bekknum í næsta leik en hefur byrjað síðustu þrjá deildarleiki og haldið hreinu í þeim öllum. Þá hélt hann hreinu í 0-5 bikarsigri á Kjellerup. Eina markið sem Elías hefur fengið á sig kom í 1-1 jafntefli gegn Ludogorets í Evrópudeildinni. „Aðalmarkvörðurinn [Jonas] Lössl meiddist með landsliðinu í síðasta verkefni. Þá fékk ég tækifæri, stóð mig vel og hef spilað síðan,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Lössl hefur nú náð sér af meiðslunum en Elías vonast að sjálfsögðu til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Næsti leikur Midjtylland er gegn Braga í Evrópudeildinni annað kvöld. Þetta var upplifun, maður Elías hefur notið þess í botn að spila leikina með Midtjylland. „Þetta er geðveikt. Þetta hefur gengið vel og mjög auðvelt að koma inn í liðið,“ sagði Elías. Einn leikur er þó eftirminnilegri en hinir, 0-1 sigurinn á FC København á Parken. „Þetta var upplifun, maður. Fullur völlur og erfitt að lýsa þessu. Þetta var eitt stærsta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Elías. Elías og samherjar hans fagna eftir sigurinn á Parken.getty/Lars Ronbog Auk þess að hafa haldið hreinu í öllum fjórum deildarleikjum sínum með Midtjylland hefur Elías lagt upp eitt mark, fyrir Victor Lind í 2-0 sigri á Nordsjælland. „Það var heppnisstimpill á þessu. Ég var með boltann í höndunum og sparkaði eins langt fram og ég gat. Boltinn skoppaði einhvern veginn í gegn, framherjinn náði að leggja boltann fyrir sig og hamra hann í netið. Þetta var bara leið eitt,“ sagði Elías. Stefna á titilinn Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir tíu umferðir, einu stigi á undan FCK. Markmiðið er skýrt hjá Midtjylland; að vinna danska meistaratitilinn. „Algjörlega. Eins og staðan er núna er baráttan milli okkar og FCK en það betur breyst eftir því sem líður á tímabilið. En við eigum að berjast um titilinn og það er markmiðið,“ sagði Elías en Midtjylland hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari (2015, 2017 og 2020). Þá varð liðið bikarmeistari 2019. Elías gekk í raðir Midtjylland frá Breiðabliki 2018 og lék fyrst um sinn með U-19 ára liði félagsins. Hann fór á lán til Århus Fremad í dönsku C-deildinni tímabilið 2019-20 og til Fredericia í B-deildinni á síðasta tímabili. Elías segir að sú reynsla hafi komið sér vel og eigi sinn þátt í því hversu vel hann hefur komið inn í aðallið Midtjylland. Plan sem hefur gengið eftir „Það hjálpaði heilan helling, að fá leikæfingu og reynslu í meistaraflokksbolta. Þetta var frábært,“ sagði Elías sem hefur alltaf tekið eitt skref upp á við í einu á sínum ferli. „Planið sem var sett upp var mjög flott, hvernig ég ætti að komast inn í hópinn og það hefur gengið eftir,“ sagði markvörðurinn hávaxni. Elías kastar sér á boltann í síðasta deildarleik Midtjylland, 1-0 sigri á Randers.getty/Rene Schutze Sem fyrr sagði samdi Elías við Midtjylland fyrir þremur árum. Danska liðið var þó byrjað að fylgjast með honum nokkru áður. „Ég átti að fara með þeim á eitthvað mót í Suður-Afríku sem ekkert varð úr. Við vorum bara í Danmörku og ég æfði með þeim í tvær vikur. Svo fór ég aftur til Íslands. Þeir fylgdust eitthvað með mér í eitt ár. Ég fór síðan aftur á reynslu til þeirra, á mót og beint eftir það vildu þeir fá mig og ég flutti út. Þetta hefur verið frábært,“ sagði Elías. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Midtjylland í desember á síðasta ári. „Maður finnur það alveg að þeir hafa trú á mér og það er gott að vita,“ sagði Elías. Orkumesti maður sem ég þekki Þjálfari Midtjylland er síðhærði Íslandsvinurinn Bo Henriksen. Hann lék með Val, Fram og ÍBV hér á landi, alls 23 leiki í deild og bikar og skoraði tíu mörk. Hann þjálfaði Horsens með fínum árangri og tók svo við Midtjylland af Brian Priske í maí á þessu ári. Elías ber honum vel söguna og segir ekkert skorta upp á drifkraftinn hjá honum. Bo Henriksen skartar glæsilegu faxi.getty/Lars Ronbog „Hann er alveg frábær. Hann er orkumesti maður sem ég þekki. Það er gaman að honum á æfingasvæðinu, hann er alltaf glaður, og í leikjunum öskrar hann okkur áfram,“ sagði Elías. Vongóður um landsliðssæti Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM verður kynntur á morgun. Elías gerir sér vonir um að vera í hópnum. „Ég vonast eftir því en þetta er algjörlega undir Arnari [Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara] komið,“ sagði Elías sem lék með U-21 árs landsliðinu í síðustu landsleikjahrinu. Hann var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn El Salvador og Kanada í ársbyrjun 2020 en kom ekki við sögu í þeim. Elías í leik Íslands og Frakklands á EM U-21 árs landsliða í vor.getty/Peter Zador Í síðasta landsliðshóp voru markverðirnir Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson valdir. Sá fyrstnefndi er nú hættur í landsliðinu og því er ein staða laus sem Elías hefur augastað á. „Já, algjörlega. Það verður spennandi að sjá hvernig það verður,“ sagði markvörðurinn að lokum. Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Elías lék í marki Midtjylland í 3-0 sigri á Silkeborg í 6. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar, var á bekknum í næsta leik en hefur byrjað síðustu þrjá deildarleiki og haldið hreinu í þeim öllum. Þá hélt hann hreinu í 0-5 bikarsigri á Kjellerup. Eina markið sem Elías hefur fengið á sig kom í 1-1 jafntefli gegn Ludogorets í Evrópudeildinni. „Aðalmarkvörðurinn [Jonas] Lössl meiddist með landsliðinu í síðasta verkefni. Þá fékk ég tækifæri, stóð mig vel og hef spilað síðan,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Lössl hefur nú náð sér af meiðslunum en Elías vonast að sjálfsögðu til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Næsti leikur Midjtylland er gegn Braga í Evrópudeildinni annað kvöld. Þetta var upplifun, maður Elías hefur notið þess í botn að spila leikina með Midtjylland. „Þetta er geðveikt. Þetta hefur gengið vel og mjög auðvelt að koma inn í liðið,“ sagði Elías. Einn leikur er þó eftirminnilegri en hinir, 0-1 sigurinn á FC København á Parken. „Þetta var upplifun, maður. Fullur völlur og erfitt að lýsa þessu. Þetta var eitt stærsta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Elías. Elías og samherjar hans fagna eftir sigurinn á Parken.getty/Lars Ronbog Auk þess að hafa haldið hreinu í öllum fjórum deildarleikjum sínum með Midtjylland hefur Elías lagt upp eitt mark, fyrir Victor Lind í 2-0 sigri á Nordsjælland. „Það var heppnisstimpill á þessu. Ég var með boltann í höndunum og sparkaði eins langt fram og ég gat. Boltinn skoppaði einhvern veginn í gegn, framherjinn náði að leggja boltann fyrir sig og hamra hann í netið. Þetta var bara leið eitt,“ sagði Elías. Stefna á titilinn Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir tíu umferðir, einu stigi á undan FCK. Markmiðið er skýrt hjá Midtjylland; að vinna danska meistaratitilinn. „Algjörlega. Eins og staðan er núna er baráttan milli okkar og FCK en það betur breyst eftir því sem líður á tímabilið. En við eigum að berjast um titilinn og það er markmiðið,“ sagði Elías en Midtjylland hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari (2015, 2017 og 2020). Þá varð liðið bikarmeistari 2019. Elías gekk í raðir Midtjylland frá Breiðabliki 2018 og lék fyrst um sinn með U-19 ára liði félagsins. Hann fór á lán til Århus Fremad í dönsku C-deildinni tímabilið 2019-20 og til Fredericia í B-deildinni á síðasta tímabili. Elías segir að sú reynsla hafi komið sér vel og eigi sinn þátt í því hversu vel hann hefur komið inn í aðallið Midtjylland. Plan sem hefur gengið eftir „Það hjálpaði heilan helling, að fá leikæfingu og reynslu í meistaraflokksbolta. Þetta var frábært,“ sagði Elías sem hefur alltaf tekið eitt skref upp á við í einu á sínum ferli. „Planið sem var sett upp var mjög flott, hvernig ég ætti að komast inn í hópinn og það hefur gengið eftir,“ sagði markvörðurinn hávaxni. Elías kastar sér á boltann í síðasta deildarleik Midtjylland, 1-0 sigri á Randers.getty/Rene Schutze Sem fyrr sagði samdi Elías við Midtjylland fyrir þremur árum. Danska liðið var þó byrjað að fylgjast með honum nokkru áður. „Ég átti að fara með þeim á eitthvað mót í Suður-Afríku sem ekkert varð úr. Við vorum bara í Danmörku og ég æfði með þeim í tvær vikur. Svo fór ég aftur til Íslands. Þeir fylgdust eitthvað með mér í eitt ár. Ég fór síðan aftur á reynslu til þeirra, á mót og beint eftir það vildu þeir fá mig og ég flutti út. Þetta hefur verið frábært,“ sagði Elías. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Midtjylland í desember á síðasta ári. „Maður finnur það alveg að þeir hafa trú á mér og það er gott að vita,“ sagði Elías. Orkumesti maður sem ég þekki Þjálfari Midtjylland er síðhærði Íslandsvinurinn Bo Henriksen. Hann lék með Val, Fram og ÍBV hér á landi, alls 23 leiki í deild og bikar og skoraði tíu mörk. Hann þjálfaði Horsens með fínum árangri og tók svo við Midtjylland af Brian Priske í maí á þessu ári. Elías ber honum vel söguna og segir ekkert skorta upp á drifkraftinn hjá honum. Bo Henriksen skartar glæsilegu faxi.getty/Lars Ronbog „Hann er alveg frábær. Hann er orkumesti maður sem ég þekki. Það er gaman að honum á æfingasvæðinu, hann er alltaf glaður, og í leikjunum öskrar hann okkur áfram,“ sagði Elías. Vongóður um landsliðssæti Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM verður kynntur á morgun. Elías gerir sér vonir um að vera í hópnum. „Ég vonast eftir því en þetta er algjörlega undir Arnari [Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara] komið,“ sagði Elías sem lék með U-21 árs landsliðinu í síðustu landsleikjahrinu. Hann var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn El Salvador og Kanada í ársbyrjun 2020 en kom ekki við sögu í þeim. Elías í leik Íslands og Frakklands á EM U-21 árs landsliða í vor.getty/Peter Zador Í síðasta landsliðshóp voru markverðirnir Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson valdir. Sá fyrstnefndi er nú hættur í landsliðinu og því er ein staða laus sem Elías hefur augastað á. „Já, algjörlega. Það verður spennandi að sjá hvernig það verður,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira